Erlent

Sögð hafa ætlað að giftast Manson til að fá aðgang að líki hans

Birgir Olgeirsson skrifar
Charles Manson.
Charles Manson. Vísir/AP
Talið er að ekkert verði af brúðkaupi bandaríska raðmorðingjans Charles Manson og hinnar 27 ára gömlu Afton Elaine Burton. Það er bandaríski blaðamaðurinn Daniel Simone sem greinir frá þessu í frétt á vef New York Post en þar segir hann Manson hafa komist að því að Burton hafi einungis viljað giftast honum til að fá aðgang að líki hans.

Er Burton sögð hafa ætlað sér að auðgast á líki Manson með því að geyma það í glerbúri í Los Angeles. Simone bætti við að Manson telji sig vera ódauðlegan og því hugmyndin frekar fáránlega að mati raðmorðingjans. 

Hjúskaparleyfi Manson og Burton rann út síðastliðinn fimmtudag en Simone segir Manson vongóðan um að það verði endurnýjað. Burton er sögð hafa beðið Manson um að undirrita skjal fyrir tveimur árum þar sem hann veitir henni og félögum hennar leyfi til að geyma lík hans í búri.

„Hann sagði hvorki já né nei við því. Hann hélt þeim bara heitum,“ sagði Simone og sagði Manson hafa gert það því Burton og félagi hennar færðu honum reglulega snyrtivörur og annan varning. Þegar ljóst var í fyrra að Manson myndi ekki verða við þessari beiðni þeirra um aðgang að líki hans var stungið upp á hjónbandi. Simone segir Manson aldrei hafa ætlað sér að kvænast Burton. „Hann var aldrei samþykkur því og verður aldrei.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×