Erlent

Líflátinn eftir að hafa brotið gegn 26 grunnskólabörnum

Atli Ísleifsson skrifar
Fórnarlömbin voru á aldrinum fjögurra til ellefu ára. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Fórnarlömbin voru á aldrinum fjögurra til ellefu ára. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Æðsti dómstóll Kína hefur dæmt grunnskólakennara til dauða eftir að hann var fundinn sekur um að hafa nauðgað eða brotið kynferðislega gegn 26 stúlkum. Maðurinn hefur nú þegar verið tekinn af lífi.

Li Jishun framdi brotin á árunum 2011 til 2012 þar sem hann starfaði í skóla í Gansu-héraði.

Í frétt BBC segir að maðurinn hafi ráðist á „ungar og feimnar“ stúlkur á aldrinum fjögurra til ellefu. Réðst hann á þær í skólastofum, heimavist og í skóglendi í þorpinu nálægt borginni Wushan.

Kynferðisbrotum gegn börnum hefur fjölgað mikið í Kína á síðustu árum. Dómstóllinn segir að 7.145 mál sem snerta kynferðisbrot gegn böörnum hafi verið tekin fyrir á árunum 2012 til 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×