Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, lýsti á fundi varnarmálaráðherra NATO-ríkjanna í Brussel í morgun yfir áhyggjum af auknum hernaðaraðgerðum Rússa í Sýrlandi. Hann sagði að bandalagið ynni nú að því að leggja mat á aukin umsvif Rússa í landinu og hvaða afleiðingar aðgerðir þeirra gætu haft á öryggi bandalagsríkjanna.
Boðað var til fundarins að beiðni Tyrkja, sem fullyrða að rússneskar orrustuþotur hafi brotið lofthelgi landsins. Rússar hófu loftárásir í Sýrlandi að beiðni Assad Sýrlandsforseta, og greindi Vladimír Pútín Rússlandsforseti frá því í gær að eldflaugum hefði verið skotið á bækistöðvar íslamska ríkisins frá fjórum herskipum á Kaspíahafi. Þá sagði fulltrúi NATO í gær að Rússar hafi sent til Sýrlands þúsund manna her.
Erlent