Erlent

Tíu hús skemmdust í snjóflóði á Svalbarða

Höskuldur Kári Schram skrifar
Frá Longyearbyen á Svalbarða
Frá Longyearbyen á Svalbarða vísir/epa
Tíu hús skemmdust þegar snjóflóð féll á Longyearbyen á Svalbarða í nótt. Ekki liggur fyrir hvort einhver hafi látið lífið í flóðinu en björgunarsveitir eru nú að störfum á svæðinu. Nokkir hafa verið fluttir á sjúkrahús.

Fram kemur á fréttavef Svalbardposten að nokkur hús hafi rifnað af grunni og flust til í flóðinu. Mikið óveður gekk yfir Svalbarða í nótt, eitt það versta í þrjátíu ár.

Longyearbyen er stærsti bærinn á Svalbarða með um tvö þúsund íbúa.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×