Innlent

Lögreglan í Eyjum sendir óskilamuni heim að dyrum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hluti þeirra lögreglumann sem stóðu vaktina á Þjóðhátíð um helgina.
Hluti þeirra lögreglumann sem stóðu vaktina á Þjóðhátíð um helgina. Mynd af Facebook-síðu lögreglunnar í Eyjum
Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur birt myndir af fjölmörgum óskilamunum á Facebook-síðu sinni. Þar er að finna bakpoka af ýmsum tegundum og auk þess alls konar fatnað.

Regnjakkar, húfur, vettlingar, föðurland og treflar eru á meðal þess sem orðið hefur eftir í Herjólfsdal. Lögrelgan bíður svo fólki að hringja á lögreglustöðina í Vestmannaeyjum og þeir munu senda viðkomandi hluti heim að dyrum.

Hér má skoða óskilamuni frá því á Þjóðhátíð en talið er að um 15 þúsund manns hafi verið í brekkunni þegar mest var á sunnudaginn.


Tengdar fréttir

Upplýstu um kynferðisbrot vegna frétta frá neyðarmóttöku

Þrjár konur hafa leitað til neyðarmóttöku kynferðisbrota á Landspítalanum í Fossvogi eftir Verslunarmannahelgina. Brotin voru öll framin á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Einn þriðji þeirra sem leitar á neyðarmóttökuna er undir lögaldri. Páley Borgþórsdóttir sér ekki eftir ákvörðun um að upplýsa ekki um fjölda kynferðisbrota á Þjóðhátíð. Ekki stóð til að upplýsa strax um fjölda kynferðisbrota en upplýsingagjöf neyðarmóttökunnar varð til þess að lögreglan í Vestmannaeyjum fylgdi á eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×