Erlent

Rússnesku vélinni yfir Sínaí-skaga ekki grandað af hryðjuverkamönnum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
224 manns voru um borð í vélinni og enginn lifði af.
224 manns voru um borð í vélinni og enginn lifði af. vísir/getty
Stjórnvöld í Egyptalandi segja að það séu engar sannannir fyrir því að rússnesku þotunni sem sprakk yfir Sínaí-skaga í október hafi verið grandað af hryðjuverkamönnum.

Alls létust 224 í grandinu þann 31. október síðastliðinn, þar af 17 börn. Enginn um borð lifði hrapið af.

Niðurstöður bráðabirgðaskýrslu gefa til kynna að rannsakendur „hafi til þessa ekki fundið neitt sem bendi til ólöglegrar íhlutunar eða hryðjuverkaárásar.“ The Independent greinir frá.

Breskir rannsakendur töldu að sprengju hafi verið komið fyrir í farangursrými vélarinnar. Torkennilegt hljóð hafi heyrst á upptökum úr flugrita sem benti til þess að um sprengju hafi verið að ræða.

Yfirvöld í Egyptalandi sögðust á sínum tíma hafa komist yfir upplýsingar um að vígamenn á Sínaí-skaga sem hliðhollir eru Íslamska ríkinu hafi komið sprengjunni fyrir skömmu fyrir flugtak.

Samtökin lýstu fljótlega yfir ábyrgð sinni á hrapinu, en egypsk stjórnvöld sáu ekki ástæðu til að taka mark á þeirri yfirlýsingu og sögðu liðsmenn samtakanna ekki færa um að skjóta niður farþegaflugvél með þessum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×