Erlent

Fjórðungur nemenda skólans fékk hlaupabólu

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Skólinn hefur beðið foreldra um að bera virðingu fyrir mismunandi sjónarmiðum varðandi bólusetningu.
Skólinn hefur beðið foreldra um að bera virðingu fyrir mismunandi sjónarmiðum varðandi bólusetningu. Fréttablaðið/Vilhelm
Áttatíu börn eða einn af hverjum fjórum nemendum í Brunswick grunnskólanum í Melbourne í Ástralíu hafa fengið hlaupabólu á síðastliðnum tveimur vikum.

Skólinn er sá eini í Viktoríufylki sem hefur beðið foreldra um að virða mismunandi skoðanir þegar kemur að bólusetningum barna. Bólusett börn í skólanum eru 73 prósent samanborið við 90 prósent á fylkisvísu.

Engum skóla í Viktoríufylki er heimilt að neita barni um skólavist ef það er ekki bólusett. Hins vegar eru foreldrar skyldugir að láta skólayfirvöld vita um bólusetningar barna sinna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×