„Sonur minn er ekki tilraunadýr“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 13. október 2015 07:00 Fjölskyldan bjó á Ásbrú veturinn 2011-2012 og var sonur þeirra alvarlega veikur á tímabilinu. Fréttablaðið/Heiða Sandra Sif Rúnarsdóttir og fjölskylda fóru í mál við Háskólavelli vegna stúdentaíbúðar sem þau leigðu á Ásbrú veturinn 2011 til 2012. Sandra og ungur sonur hennar urðu alvarlega veik vegna myglusvepps en hún var heima í fæðingarorlofi á tímabilinu.Sandra Sif RúnarsdóttirGerð var krafa um að fá leiguna endurgreidda sem og bætur fyrir innbú fjölskyldunnar sem hefur verið í geymslu frá því þau fluttu úr íbúðinni. Héraðsdómur dæmdi að fjölskyldan fái húsaleiguna endurgreidda enda þyki það sannað að leigusali hafi vitað af rakaskemmdum í íbúðinni áður en fjölskyldan flutti inn. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður fjölskyldunnar, segir málið fordæmisgefandi. „Þetta er heilmikið fordæmi með tilliti til ábyrgðar leigusala. Ef húsnæði er leigt svona í upphafi leigusamnings getur leigjandi labbað út án leigugreiðslna.“Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaðurFjölskyldan fær aftur á móti ekki bætta búslóð sína heldur eingöngu greidd þrif á henni. Dómskvaddir matsmenn sögðu nokkuð líklegt að hægt væri að þrífa búslóðina og fór dómurinn eftir þeim orðum. Sandra Sif segir niðurstöðuna ákveðinn sigur en varðandi búslóðina sé leigufélagið látið njóta vafans, en ekki heilsa sonar hennar. Hún mun skoða áfrýjun. „Það hefur sannað sig að sumir einstaklingar verða svo veikir í myglunni að þeir geta aldrei verið í rými eða í kringum húsgögn sem hafa vott af myglugró í sér. Sonur minn dettur út um leið og hann fer í þannig umhverfi og verður mjög lasinn. Hann er í raun mannlegur myglumælir og ég mun ekki prófa hvort hann þoli að vera í kringum búslóðina aftur. Sonur minn er ekki tilraunadýr.“Hólmsteinn Brekkan„Ef þessu verður ekki hnekkt í Hæstarétti er þetta svaðalega fordæmisgefandi dómur. Bæði afgerandi og mikilvægur,“ segir Hómsteinn Brekkan framkvæmdastjóri Leigjendasamtakanna. „Þetta er áfellisdómur á allt byggingareftirlit á Íslandi, alla byggingarfulltrúa og opinbert eftirlit með húsakosti.“ Hólmsteinn vonar að dómurinn veki leigusala til vitundar og hristi upp í kærunefnd húsamála.Gunnar Ingi mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi dóminn. Upptökuna má heyra í spilaranum að neðan. Tengdar fréttir Var farin að halda að barnið væri greindarskert Fjölskylda sem bjó á Ásbrú fór í mál við leigufélagið vegna myglusvepps. Á átta mánuðum hrakaði heilsu ungbarns verulega þannig að það lét á sjá. 26. september 2015 07:00 Vel vitað að vinsæl einangrun veldur myglu: „Getum ekki bannað vissa aðferð“ Verkfræðingur segir vel vitað að ákveðin einangrunaraðferð bjóði myglu heim. Ekki hægt að stöðva slíkt, segir forstjóri Mannvirkjastofnunar. 7. október 2015 07:00 Þolendur myglusvepps bera einir kostnaðinn Mörg dæmi eru um að fjölskyldur missi allar sínar eigur vegna myglusvepps. 24. september 2015 07:00 Í einangrun í sumarbústað vegna myglusvepps Birgitta Braun getur ekki lifað eðlilegu lífi vegna myglusveppaveikinda. Hún er ein af mörgum sem eiga við alvarlegan heilsubrest að stríða en mæta skilningsleysi og ráðaleysi lækna. 1. október 2015 07:00 Fá tæpar 1,2 milljónir króna vegna myglu í leiguíbúð Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Háskólagarða ehf. til þess að endurgreiða fyrrverandi leigjendum leigu sem þau höfðu greitt vegna myglu sem greindist í húsnæðinu eftir að leigjendurnir fluttu inn. 12. október 2015 15:17 Myglusveppaþolendur hraktir úr vinnu Þeir sem veikjast vegna myglusvepps á vinnustað hafa lítil sem engin réttindi þegar það kemur að fjárhagstapi, heilsutjóni eða atvinnuöryggi. 5. október 2015 07:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Sandra Sif Rúnarsdóttir og fjölskylda fóru í mál við Háskólavelli vegna stúdentaíbúðar sem þau leigðu á Ásbrú veturinn 2011 til 2012. Sandra og ungur sonur hennar urðu alvarlega veik vegna myglusvepps en hún var heima í fæðingarorlofi á tímabilinu.Sandra Sif RúnarsdóttirGerð var krafa um að fá leiguna endurgreidda sem og bætur fyrir innbú fjölskyldunnar sem hefur verið í geymslu frá því þau fluttu úr íbúðinni. Héraðsdómur dæmdi að fjölskyldan fái húsaleiguna endurgreidda enda þyki það sannað að leigusali hafi vitað af rakaskemmdum í íbúðinni áður en fjölskyldan flutti inn. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður fjölskyldunnar, segir málið fordæmisgefandi. „Þetta er heilmikið fordæmi með tilliti til ábyrgðar leigusala. Ef húsnæði er leigt svona í upphafi leigusamnings getur leigjandi labbað út án leigugreiðslna.“Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaðurFjölskyldan fær aftur á móti ekki bætta búslóð sína heldur eingöngu greidd þrif á henni. Dómskvaddir matsmenn sögðu nokkuð líklegt að hægt væri að þrífa búslóðina og fór dómurinn eftir þeim orðum. Sandra Sif segir niðurstöðuna ákveðinn sigur en varðandi búslóðina sé leigufélagið látið njóta vafans, en ekki heilsa sonar hennar. Hún mun skoða áfrýjun. „Það hefur sannað sig að sumir einstaklingar verða svo veikir í myglunni að þeir geta aldrei verið í rými eða í kringum húsgögn sem hafa vott af myglugró í sér. Sonur minn dettur út um leið og hann fer í þannig umhverfi og verður mjög lasinn. Hann er í raun mannlegur myglumælir og ég mun ekki prófa hvort hann þoli að vera í kringum búslóðina aftur. Sonur minn er ekki tilraunadýr.“Hólmsteinn Brekkan„Ef þessu verður ekki hnekkt í Hæstarétti er þetta svaðalega fordæmisgefandi dómur. Bæði afgerandi og mikilvægur,“ segir Hómsteinn Brekkan framkvæmdastjóri Leigjendasamtakanna. „Þetta er áfellisdómur á allt byggingareftirlit á Íslandi, alla byggingarfulltrúa og opinbert eftirlit með húsakosti.“ Hólmsteinn vonar að dómurinn veki leigusala til vitundar og hristi upp í kærunefnd húsamála.Gunnar Ingi mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi dóminn. Upptökuna má heyra í spilaranum að neðan.
Tengdar fréttir Var farin að halda að barnið væri greindarskert Fjölskylda sem bjó á Ásbrú fór í mál við leigufélagið vegna myglusvepps. Á átta mánuðum hrakaði heilsu ungbarns verulega þannig að það lét á sjá. 26. september 2015 07:00 Vel vitað að vinsæl einangrun veldur myglu: „Getum ekki bannað vissa aðferð“ Verkfræðingur segir vel vitað að ákveðin einangrunaraðferð bjóði myglu heim. Ekki hægt að stöðva slíkt, segir forstjóri Mannvirkjastofnunar. 7. október 2015 07:00 Þolendur myglusvepps bera einir kostnaðinn Mörg dæmi eru um að fjölskyldur missi allar sínar eigur vegna myglusvepps. 24. september 2015 07:00 Í einangrun í sumarbústað vegna myglusvepps Birgitta Braun getur ekki lifað eðlilegu lífi vegna myglusveppaveikinda. Hún er ein af mörgum sem eiga við alvarlegan heilsubrest að stríða en mæta skilningsleysi og ráðaleysi lækna. 1. október 2015 07:00 Fá tæpar 1,2 milljónir króna vegna myglu í leiguíbúð Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Háskólagarða ehf. til þess að endurgreiða fyrrverandi leigjendum leigu sem þau höfðu greitt vegna myglu sem greindist í húsnæðinu eftir að leigjendurnir fluttu inn. 12. október 2015 15:17 Myglusveppaþolendur hraktir úr vinnu Þeir sem veikjast vegna myglusvepps á vinnustað hafa lítil sem engin réttindi þegar það kemur að fjárhagstapi, heilsutjóni eða atvinnuöryggi. 5. október 2015 07:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Var farin að halda að barnið væri greindarskert Fjölskylda sem bjó á Ásbrú fór í mál við leigufélagið vegna myglusvepps. Á átta mánuðum hrakaði heilsu ungbarns verulega þannig að það lét á sjá. 26. september 2015 07:00
Vel vitað að vinsæl einangrun veldur myglu: „Getum ekki bannað vissa aðferð“ Verkfræðingur segir vel vitað að ákveðin einangrunaraðferð bjóði myglu heim. Ekki hægt að stöðva slíkt, segir forstjóri Mannvirkjastofnunar. 7. október 2015 07:00
Þolendur myglusvepps bera einir kostnaðinn Mörg dæmi eru um að fjölskyldur missi allar sínar eigur vegna myglusvepps. 24. september 2015 07:00
Í einangrun í sumarbústað vegna myglusvepps Birgitta Braun getur ekki lifað eðlilegu lífi vegna myglusveppaveikinda. Hún er ein af mörgum sem eiga við alvarlegan heilsubrest að stríða en mæta skilningsleysi og ráðaleysi lækna. 1. október 2015 07:00
Fá tæpar 1,2 milljónir króna vegna myglu í leiguíbúð Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Háskólagarða ehf. til þess að endurgreiða fyrrverandi leigjendum leigu sem þau höfðu greitt vegna myglu sem greindist í húsnæðinu eftir að leigjendurnir fluttu inn. 12. október 2015 15:17
Myglusveppaþolendur hraktir úr vinnu Þeir sem veikjast vegna myglusvepps á vinnustað hafa lítil sem engin réttindi þegar það kemur að fjárhagstapi, heilsutjóni eða atvinnuöryggi. 5. október 2015 07:00