„Sonur minn er ekki tilraunadýr“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 13. október 2015 07:00 Fjölskyldan bjó á Ásbrú veturinn 2011-2012 og var sonur þeirra alvarlega veikur á tímabilinu. Fréttablaðið/Heiða Sandra Sif Rúnarsdóttir og fjölskylda fóru í mál við Háskólavelli vegna stúdentaíbúðar sem þau leigðu á Ásbrú veturinn 2011 til 2012. Sandra og ungur sonur hennar urðu alvarlega veik vegna myglusvepps en hún var heima í fæðingarorlofi á tímabilinu.Sandra Sif RúnarsdóttirGerð var krafa um að fá leiguna endurgreidda sem og bætur fyrir innbú fjölskyldunnar sem hefur verið í geymslu frá því þau fluttu úr íbúðinni. Héraðsdómur dæmdi að fjölskyldan fái húsaleiguna endurgreidda enda þyki það sannað að leigusali hafi vitað af rakaskemmdum í íbúðinni áður en fjölskyldan flutti inn. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður fjölskyldunnar, segir málið fordæmisgefandi. „Þetta er heilmikið fordæmi með tilliti til ábyrgðar leigusala. Ef húsnæði er leigt svona í upphafi leigusamnings getur leigjandi labbað út án leigugreiðslna.“Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaðurFjölskyldan fær aftur á móti ekki bætta búslóð sína heldur eingöngu greidd þrif á henni. Dómskvaddir matsmenn sögðu nokkuð líklegt að hægt væri að þrífa búslóðina og fór dómurinn eftir þeim orðum. Sandra Sif segir niðurstöðuna ákveðinn sigur en varðandi búslóðina sé leigufélagið látið njóta vafans, en ekki heilsa sonar hennar. Hún mun skoða áfrýjun. „Það hefur sannað sig að sumir einstaklingar verða svo veikir í myglunni að þeir geta aldrei verið í rými eða í kringum húsgögn sem hafa vott af myglugró í sér. Sonur minn dettur út um leið og hann fer í þannig umhverfi og verður mjög lasinn. Hann er í raun mannlegur myglumælir og ég mun ekki prófa hvort hann þoli að vera í kringum búslóðina aftur. Sonur minn er ekki tilraunadýr.“Hólmsteinn Brekkan„Ef þessu verður ekki hnekkt í Hæstarétti er þetta svaðalega fordæmisgefandi dómur. Bæði afgerandi og mikilvægur,“ segir Hómsteinn Brekkan framkvæmdastjóri Leigjendasamtakanna. „Þetta er áfellisdómur á allt byggingareftirlit á Íslandi, alla byggingarfulltrúa og opinbert eftirlit með húsakosti.“ Hólmsteinn vonar að dómurinn veki leigusala til vitundar og hristi upp í kærunefnd húsamála.Gunnar Ingi mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi dóminn. Upptökuna má heyra í spilaranum að neðan. Tengdar fréttir Var farin að halda að barnið væri greindarskert Fjölskylda sem bjó á Ásbrú fór í mál við leigufélagið vegna myglusvepps. Á átta mánuðum hrakaði heilsu ungbarns verulega þannig að það lét á sjá. 26. september 2015 07:00 Vel vitað að vinsæl einangrun veldur myglu: „Getum ekki bannað vissa aðferð“ Verkfræðingur segir vel vitað að ákveðin einangrunaraðferð bjóði myglu heim. Ekki hægt að stöðva slíkt, segir forstjóri Mannvirkjastofnunar. 7. október 2015 07:00 Þolendur myglusvepps bera einir kostnaðinn Mörg dæmi eru um að fjölskyldur missi allar sínar eigur vegna myglusvepps. 24. september 2015 07:00 Í einangrun í sumarbústað vegna myglusvepps Birgitta Braun getur ekki lifað eðlilegu lífi vegna myglusveppaveikinda. Hún er ein af mörgum sem eiga við alvarlegan heilsubrest að stríða en mæta skilningsleysi og ráðaleysi lækna. 1. október 2015 07:00 Fá tæpar 1,2 milljónir króna vegna myglu í leiguíbúð Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Háskólagarða ehf. til þess að endurgreiða fyrrverandi leigjendum leigu sem þau höfðu greitt vegna myglu sem greindist í húsnæðinu eftir að leigjendurnir fluttu inn. 12. október 2015 15:17 Myglusveppaþolendur hraktir úr vinnu Þeir sem veikjast vegna myglusvepps á vinnustað hafa lítil sem engin réttindi þegar það kemur að fjárhagstapi, heilsutjóni eða atvinnuöryggi. 5. október 2015 07:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira
Sandra Sif Rúnarsdóttir og fjölskylda fóru í mál við Háskólavelli vegna stúdentaíbúðar sem þau leigðu á Ásbrú veturinn 2011 til 2012. Sandra og ungur sonur hennar urðu alvarlega veik vegna myglusvepps en hún var heima í fæðingarorlofi á tímabilinu.Sandra Sif RúnarsdóttirGerð var krafa um að fá leiguna endurgreidda sem og bætur fyrir innbú fjölskyldunnar sem hefur verið í geymslu frá því þau fluttu úr íbúðinni. Héraðsdómur dæmdi að fjölskyldan fái húsaleiguna endurgreidda enda þyki það sannað að leigusali hafi vitað af rakaskemmdum í íbúðinni áður en fjölskyldan flutti inn. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður fjölskyldunnar, segir málið fordæmisgefandi. „Þetta er heilmikið fordæmi með tilliti til ábyrgðar leigusala. Ef húsnæði er leigt svona í upphafi leigusamnings getur leigjandi labbað út án leigugreiðslna.“Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaðurFjölskyldan fær aftur á móti ekki bætta búslóð sína heldur eingöngu greidd þrif á henni. Dómskvaddir matsmenn sögðu nokkuð líklegt að hægt væri að þrífa búslóðina og fór dómurinn eftir þeim orðum. Sandra Sif segir niðurstöðuna ákveðinn sigur en varðandi búslóðina sé leigufélagið látið njóta vafans, en ekki heilsa sonar hennar. Hún mun skoða áfrýjun. „Það hefur sannað sig að sumir einstaklingar verða svo veikir í myglunni að þeir geta aldrei verið í rými eða í kringum húsgögn sem hafa vott af myglugró í sér. Sonur minn dettur út um leið og hann fer í þannig umhverfi og verður mjög lasinn. Hann er í raun mannlegur myglumælir og ég mun ekki prófa hvort hann þoli að vera í kringum búslóðina aftur. Sonur minn er ekki tilraunadýr.“Hólmsteinn Brekkan„Ef þessu verður ekki hnekkt í Hæstarétti er þetta svaðalega fordæmisgefandi dómur. Bæði afgerandi og mikilvægur,“ segir Hómsteinn Brekkan framkvæmdastjóri Leigjendasamtakanna. „Þetta er áfellisdómur á allt byggingareftirlit á Íslandi, alla byggingarfulltrúa og opinbert eftirlit með húsakosti.“ Hólmsteinn vonar að dómurinn veki leigusala til vitundar og hristi upp í kærunefnd húsamála.Gunnar Ingi mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi dóminn. Upptökuna má heyra í spilaranum að neðan.
Tengdar fréttir Var farin að halda að barnið væri greindarskert Fjölskylda sem bjó á Ásbrú fór í mál við leigufélagið vegna myglusvepps. Á átta mánuðum hrakaði heilsu ungbarns verulega þannig að það lét á sjá. 26. september 2015 07:00 Vel vitað að vinsæl einangrun veldur myglu: „Getum ekki bannað vissa aðferð“ Verkfræðingur segir vel vitað að ákveðin einangrunaraðferð bjóði myglu heim. Ekki hægt að stöðva slíkt, segir forstjóri Mannvirkjastofnunar. 7. október 2015 07:00 Þolendur myglusvepps bera einir kostnaðinn Mörg dæmi eru um að fjölskyldur missi allar sínar eigur vegna myglusvepps. 24. september 2015 07:00 Í einangrun í sumarbústað vegna myglusvepps Birgitta Braun getur ekki lifað eðlilegu lífi vegna myglusveppaveikinda. Hún er ein af mörgum sem eiga við alvarlegan heilsubrest að stríða en mæta skilningsleysi og ráðaleysi lækna. 1. október 2015 07:00 Fá tæpar 1,2 milljónir króna vegna myglu í leiguíbúð Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Háskólagarða ehf. til þess að endurgreiða fyrrverandi leigjendum leigu sem þau höfðu greitt vegna myglu sem greindist í húsnæðinu eftir að leigjendurnir fluttu inn. 12. október 2015 15:17 Myglusveppaþolendur hraktir úr vinnu Þeir sem veikjast vegna myglusvepps á vinnustað hafa lítil sem engin réttindi þegar það kemur að fjárhagstapi, heilsutjóni eða atvinnuöryggi. 5. október 2015 07:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira
Var farin að halda að barnið væri greindarskert Fjölskylda sem bjó á Ásbrú fór í mál við leigufélagið vegna myglusvepps. Á átta mánuðum hrakaði heilsu ungbarns verulega þannig að það lét á sjá. 26. september 2015 07:00
Vel vitað að vinsæl einangrun veldur myglu: „Getum ekki bannað vissa aðferð“ Verkfræðingur segir vel vitað að ákveðin einangrunaraðferð bjóði myglu heim. Ekki hægt að stöðva slíkt, segir forstjóri Mannvirkjastofnunar. 7. október 2015 07:00
Þolendur myglusvepps bera einir kostnaðinn Mörg dæmi eru um að fjölskyldur missi allar sínar eigur vegna myglusvepps. 24. september 2015 07:00
Í einangrun í sumarbústað vegna myglusvepps Birgitta Braun getur ekki lifað eðlilegu lífi vegna myglusveppaveikinda. Hún er ein af mörgum sem eiga við alvarlegan heilsubrest að stríða en mæta skilningsleysi og ráðaleysi lækna. 1. október 2015 07:00
Fá tæpar 1,2 milljónir króna vegna myglu í leiguíbúð Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Háskólagarða ehf. til þess að endurgreiða fyrrverandi leigjendum leigu sem þau höfðu greitt vegna myglu sem greindist í húsnæðinu eftir að leigjendurnir fluttu inn. 12. október 2015 15:17
Myglusveppaþolendur hraktir úr vinnu Þeir sem veikjast vegna myglusvepps á vinnustað hafa lítil sem engin réttindi þegar það kemur að fjárhagstapi, heilsutjóni eða atvinnuöryggi. 5. október 2015 07:00