Erlent

Breyta klifurleiðinni upp á Everest

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Á seinasta ári létust 16 manns í snjóflóði á Everest.
Á seinasta ári létust 16 manns í snjóflóði á Everest. Vísir/Getty
Til stendur að breyta leiðinni sem fjallgöngumenn nota til að komast á topp hæsta fjalls heims, Everest.

Er þetta gert af ótta við aukna snjóflóðahættu á þeirri leið sem vanalega hefur verið farin en í apríl á síðasta ári létust 16 manns í snjóflóði í fjallinu. Það er mesta manntjón sem orðið hefur í einum og sama leiðangrinum á Everest, en hinir látnu voru allir sjerpar sem voru á leið upp með tjöld reipi og mat.

Snjóflóðið leiddi meðal annars til þess að sjerpar lögðu niður störf og kröfðust betri kjara og vinnuaðstæðna, og hefur ríkisstjórn Nepal heitið því að bæta öryggi þeirra sem halda á Everest í ár.


Tengdar fréttir

Þrettán látnir í snjóflóði á Everest

Að minnsta kosti þrettán eru látnir í snjóflóði sem féll í hlíðum Everest snemma í morgun. Þetta er talið eitt mannskæðasta slys í sögu Everest.

Hóta að hætta við allar ferðir á Everest

Fjallaleiðsögumenn á Everest, eða sherpar, hafa hótað að hætta við allar ferðir á fjallið í kjölfar mannskæðasta slyss í sögu þess, þegar snjóflóð féll á föstudagsmorguninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×