Ítrekað slökkt á femínísku listaverki í ráðhúsinu sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 16. september 2015 13:10 Verkin eru sýnd á nokkrum skjám í mötuneyti ráðhússins. mynd/facebook Aðstandendur listasýningarinnar Kynleikar saka starfsmenn Ráðhúss Reykjavíkur um að slökkva ítrekað á myndbandsverkum sem til sýnis eru í mötuneyti ráðhússins. Um er að ræða samsýningu fjórtán listamanna sem sett er upp í tilefni hundrað ára afmælis kosningaréttar kvenna. Aðstandendur sýningarinnar telja fyrir liggja að myndirnar hafi sært blygðunarkennd starfsfólksins, því sé slökkt á myndbandsverkunum og vilja hefja viðræður við starfsmenn borgarráðs, vegna málsins.Lítið hægt að gera„Við biðjumst velvirðingar á því að gestir komi nær undantekningarlaust að svörtum myndbandsskjám og verkum í lamasessi á þessari sýningu [...] Ef þið kíkið á sýninguna, ekki hika við að kveikja á myndbandsverkunum sjálf,“ segir á Facebook-síðu listahópsins. Þar segir jafnframt að starfsfólkið hafi „bessaleyfi til þessa að slökkva reglulega á verkunum yfir daginn“ og að lítið sé hægt að gera í málinu að svo stöddu.Hildur Lilliendahl og Sóley Tómasdóttir halda utan um sýninguna.Fjallað um margbreytilegar hliðar feminismansÁ síðu hópsins segir að listamennirnir fjalli í verkum sínum um margbreytilegar hliðar feminismans og upplifun á sinni verund í feminísku samhengi. Mörk líkamans og sjálfið sé kannað, sem og hugleiðingar um einstaklinginn í samhengi sem móti stöðugt kynin með einum eða öðrum hætti. Listaverkin birtast í ýmsum miðlum; gjörningum, myndbandsverkum, teikningum og málverkum. Sýningin er partur af sýningunni Afrekskonur sem opnuð var í byrjun mánaðar. Ekki náðist í Sóleyju Tómasdóttur, forseta borgarstjórnar, við vinnslu fréttarinnar og Hildur Lilliendahl, verkefnastjóri sýningarinnar, vildi ekki tjá sig um málið, að svo stöddu. ATH. Við biðjumst velvirðingar á því að gestir komi nær undantekningarlaust að svörtum myndbandsskjám og verkum í...Posted by Ekkisens Listarýmisdóttir on 15. september 2015 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Aðstandendur listasýningarinnar Kynleikar saka starfsmenn Ráðhúss Reykjavíkur um að slökkva ítrekað á myndbandsverkum sem til sýnis eru í mötuneyti ráðhússins. Um er að ræða samsýningu fjórtán listamanna sem sett er upp í tilefni hundrað ára afmælis kosningaréttar kvenna. Aðstandendur sýningarinnar telja fyrir liggja að myndirnar hafi sært blygðunarkennd starfsfólksins, því sé slökkt á myndbandsverkunum og vilja hefja viðræður við starfsmenn borgarráðs, vegna málsins.Lítið hægt að gera„Við biðjumst velvirðingar á því að gestir komi nær undantekningarlaust að svörtum myndbandsskjám og verkum í lamasessi á þessari sýningu [...] Ef þið kíkið á sýninguna, ekki hika við að kveikja á myndbandsverkunum sjálf,“ segir á Facebook-síðu listahópsins. Þar segir jafnframt að starfsfólkið hafi „bessaleyfi til þessa að slökkva reglulega á verkunum yfir daginn“ og að lítið sé hægt að gera í málinu að svo stöddu.Hildur Lilliendahl og Sóley Tómasdóttir halda utan um sýninguna.Fjallað um margbreytilegar hliðar feminismansÁ síðu hópsins segir að listamennirnir fjalli í verkum sínum um margbreytilegar hliðar feminismans og upplifun á sinni verund í feminísku samhengi. Mörk líkamans og sjálfið sé kannað, sem og hugleiðingar um einstaklinginn í samhengi sem móti stöðugt kynin með einum eða öðrum hætti. Listaverkin birtast í ýmsum miðlum; gjörningum, myndbandsverkum, teikningum og málverkum. Sýningin er partur af sýningunni Afrekskonur sem opnuð var í byrjun mánaðar. Ekki náðist í Sóleyju Tómasdóttur, forseta borgarstjórnar, við vinnslu fréttarinnar og Hildur Lilliendahl, verkefnastjóri sýningarinnar, vildi ekki tjá sig um málið, að svo stöddu. ATH. Við biðjumst velvirðingar á því að gestir komi nær undantekningarlaust að svörtum myndbandsskjám og verkum í...Posted by Ekkisens Listarýmisdóttir on 15. september 2015
Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira