Áfengisvíma barna væri stöðugt fréttaefni ef ekki væri fyrir samþykkt samfélagsins Birgir Olgeirsson skrifar 16. september 2015 11:33 Halldór Auðar Svansson Vísir/Daníel Krakkar á unglingsaldri ættu helst ekki að neyta nokkurra vímugjafa sökum reynsluleysis og þeirrar staðreyndar að heilar þeirra eru enn í mótun. Samt sem áður er samfélagslega viðurkennt að þeir drekki sig fulla á helgum eftir að þeir komast í framhaldsskóla. Þetta eru hugleiðingar sem borgarfulltrúi Pírata, Halldór Auðar Svansson, setti fram á Facebook-síðu sinni í gær eftir að hafa séð frétt Stöðvar 2 um sautján ára pilt sem fleygði sér fram af svölunum við Smárabíó eftir að hafa innbyrt ofskynjunarsveppi um liðna helgi.Sjá einnig: „Ég sá skrímsli alls staðar“ Halldór segir enga ástæðu til að gera lítið úr máli piltsins og óskar honum alls hins besta en telur hins vegar fulla ástæðu til að nýta tækifærið til að fordæma þá skaðlegu tilhneigingu samfélagsins að taka ákveðna vímugjafa út fyrir sviga og skrímslavæða þá.„Það að horfa fram hjá áfengi af því það er löglegt, þá er ekki verið að taka á þessum vanda heilt yfir.“vísir/gvaHorft fram hjá áfengi því það er löglegt „Aðalpunkturinn hjá mér er að þarna erum við í öllum tilfellum að tala um unglinga eða fólk undir aldri,“ segir Halldór Auðar í samtali við Vísi um málið. „Fólk ætti helst ekki að vera neyta vímugjafa af nokkru tagi og stefnan hefur verið gagnvart áfengi að færa drykkjualdurinn ofar. Það var venja að fólk væri byrjað í efri bekkjum grunnskóla. Nú er það í það mesta horfið og nú þykir tiltölulega eðlilegt að fólk byrji þegar það kemur í framhaldsskóla og detti jafnvel strax í þessa helgardrykkju menningu. Punkturinn hjá mér var þessi að við þurfum að fókusar á þetta almennt. Það að horfa fram hjá áfengi af því það er löglegt, þá er ekki verið að taka á þessum vanda heilt yfir, sem er vímuefnaneysla unglinga og vímuefna neysla almennt,“ segir Halldór Auðar.Samfélagið myndi loga í áköllum Sjálfur hætti hann að drekka fyrir um tveimur árum af því áfengisdrykkja gerði ekkert fyrir hann lengur og sá hann ekki tilgang með henni. „Maður umgengst enn þá fólk sem drekkur og maður tekur eftir því hvað þetta er samfélagslega normaliserað og þarf að gefa ástæðu fyrir því af hverju maður drekkur ekki. Maður þarf að útskýra það sérstaklega og það virðist vera sem að það sé mikil tilhneiging til að líta á það rosalega svart og hvítt. Annað hvort drekkur maður eða lendir í miklum vandræðum með það, og þá hættir maður af því maður hefur ástæðu.“Ef einhver væri ekki vanur áfengisdrykkju, og vissi ekki hvað það væri, myndi ramba inn í miðbæ Reykjavíkur um helgi, og myndi sjá hvað þar væri í gangi, myndi hann fá algjört menningarsjokk.“visir/hariHalldór bendir á að ef áfengisdrykkja væri ekki almenn í samfélaginu væru stöðugar fréttir af því hvað unglingar væru að aðhafast í áfengisvímu og telur Halldór að þá myndi samfélagið allt loga í áköllum um að eitthvað þyrfti að gera til að vernda börnin. Og það er rétt, að mati Halldórs, að vernda þarf börnin en það sé ekki gert með hræðsluáróðri gegn þeim, heldur með hreinskilnislegum forvörnum.Hreinskilnislegar forvarnir byggjast á raunverulegum upplýsingum „Hreinskilnislegar forvarnir byggjast bara á raunverulegum upplýsingum hvaða áhrif mismunandi vímugjafar hafa, ekki bara að draga út einstaka neikvæð tilvik. Það er alltaf hægt að horfa í verstu tilfellin. Hlutlægt séð samkvæmt öllum mælikvörðum er áfengi mun skaðlegra en svona ofskynjunarsveppir, ef maður mælir það og tekur tölfræðina,“ segir Halldór og segir það ekki bundið við að áfengisneysla sé almennari en neysla ofskynjunarsveppa. „Það eru bara áhrifin almennt, líkamleg áhrif og samfélagsleg. Hvaða skaðlegu áhrif það hefur og fólkið í kring. Þetta ýtir undir ofbeldishegðun og annað. Maður sér það bara með því að fara í bæinn um helgar. Ef einhver væri ekki vanur áfengisdrykkju, og vissi ekki hvað það væri, myndi ramba inn í miðbæ Reykjavíkur um helgi, og myndi sjá hvað þar væri í gangi, myndi hann fá algjört menningarsjokk.“ Hann segir hreinskilnislegar forvarnir notaðar meira á Íslandi nú en áður og það sé þróunin heilt yfir. „Í því felst náttúrlega að benda á tilfelli þar sem fólk lendir illa í því, það er algjör óþarfi að gera lítið úr því. Sérstaklega að var sterklega við því að ungir krakkar séu að nota svona í einhverju fikti.“Í Portúgal er einn helsti hvatinn fyrir skaðaminnkandi aðferðum að draga úr HIV-smitum meðal sprautufíkla.VísirFólki haldið inni í kerfinu Þá nefnir hann einnig skaðaminnkunaraðferðir til sögunnar sem hefur verið beitt meðal annars í Portúgal og Sviss. „Þær byggjast dálítið á því, sem mörgum finnst kannski umdeilt, í stað þess að megin markmiðið sé að útrýma allri neyslu vímuefna þá sé viðurkennt að það sé alltaf ákveðið mikið fólk sem gerir það þá sé reynt að draga úr skaðlegum áhrifum þeirrar neyslu,“ segir Halldór. Hann nefnir að í Portúgal sé einn helsti hvatinn að draga úr hiv-smitum á meðal sprautufíkla. Reynt er að tryggja að þeir noti hreinar nálar og notuðust við aðferðir í sinni neyslu, og væru jafnvel studdir í því, sem drógu úr neikvæðum hliðaráhrifum. „Fólki er haldið inni í kerfinu, í staðinn fyrir að því sé ýtt út á jaðarinn þar sem það er í glæpahegðun, og fær stuðning þar. Þegar það er tilbúið að reyna að koma undir sig fótum þá er það í kerfinu fyrir og fær stuðning samhliða því. Þegar þessi áhersla er á þessa hörðu glæpavæðingu, að ýta fólki út á jaðarinn, þá er fólk jafnvel tregt til að leita sér hjálpar og tregt til að hafa nokkuð að gera með kerfið, vegna þess að kerfið er líklegt til að fordæma eða fangelsa. Þetta eru ákveðin jafnvægismörk, hvenær er verið að ýta of mikið undir það að fólk sé að skaða sjálft sig og aðra og hvenær er verið að gera of mikið af því að hafa vit fyrir því.“Það er engin ástæða til að gera lítið úr frétt af því þegar ungur maður kemst í hann krappann vegna neyslu vímugjafa og ...Posted by Halldór Auðar Svansson on Tuesday, September 15, 2015 Tengdar fréttir Sveppaneytandi segir vímuna varhugaverða Magnús Jónsson hefur notað sveppi árum saman, með hléum. Hann segir best að fólk sleppi því alveg að prófa þá. 22. september 2014 15:56 Eitursveppir ógna ungmennum Stórhættulegt getur reynst að éta vímusveppi og erfitt getur reynst að þekkja þá frá öðrum smásveppum sem eru baneitraðir. 22. september 2014 11:49 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Krakkar á unglingsaldri ættu helst ekki að neyta nokkurra vímugjafa sökum reynsluleysis og þeirrar staðreyndar að heilar þeirra eru enn í mótun. Samt sem áður er samfélagslega viðurkennt að þeir drekki sig fulla á helgum eftir að þeir komast í framhaldsskóla. Þetta eru hugleiðingar sem borgarfulltrúi Pírata, Halldór Auðar Svansson, setti fram á Facebook-síðu sinni í gær eftir að hafa séð frétt Stöðvar 2 um sautján ára pilt sem fleygði sér fram af svölunum við Smárabíó eftir að hafa innbyrt ofskynjunarsveppi um liðna helgi.Sjá einnig: „Ég sá skrímsli alls staðar“ Halldór segir enga ástæðu til að gera lítið úr máli piltsins og óskar honum alls hins besta en telur hins vegar fulla ástæðu til að nýta tækifærið til að fordæma þá skaðlegu tilhneigingu samfélagsins að taka ákveðna vímugjafa út fyrir sviga og skrímslavæða þá.„Það að horfa fram hjá áfengi af því það er löglegt, þá er ekki verið að taka á þessum vanda heilt yfir.“vísir/gvaHorft fram hjá áfengi því það er löglegt „Aðalpunkturinn hjá mér er að þarna erum við í öllum tilfellum að tala um unglinga eða fólk undir aldri,“ segir Halldór Auðar í samtali við Vísi um málið. „Fólk ætti helst ekki að vera neyta vímugjafa af nokkru tagi og stefnan hefur verið gagnvart áfengi að færa drykkjualdurinn ofar. Það var venja að fólk væri byrjað í efri bekkjum grunnskóla. Nú er það í það mesta horfið og nú þykir tiltölulega eðlilegt að fólk byrji þegar það kemur í framhaldsskóla og detti jafnvel strax í þessa helgardrykkju menningu. Punkturinn hjá mér var þessi að við þurfum að fókusar á þetta almennt. Það að horfa fram hjá áfengi af því það er löglegt, þá er ekki verið að taka á þessum vanda heilt yfir, sem er vímuefnaneysla unglinga og vímuefna neysla almennt,“ segir Halldór Auðar.Samfélagið myndi loga í áköllum Sjálfur hætti hann að drekka fyrir um tveimur árum af því áfengisdrykkja gerði ekkert fyrir hann lengur og sá hann ekki tilgang með henni. „Maður umgengst enn þá fólk sem drekkur og maður tekur eftir því hvað þetta er samfélagslega normaliserað og þarf að gefa ástæðu fyrir því af hverju maður drekkur ekki. Maður þarf að útskýra það sérstaklega og það virðist vera sem að það sé mikil tilhneiging til að líta á það rosalega svart og hvítt. Annað hvort drekkur maður eða lendir í miklum vandræðum með það, og þá hættir maður af því maður hefur ástæðu.“Ef einhver væri ekki vanur áfengisdrykkju, og vissi ekki hvað það væri, myndi ramba inn í miðbæ Reykjavíkur um helgi, og myndi sjá hvað þar væri í gangi, myndi hann fá algjört menningarsjokk.“visir/hariHalldór bendir á að ef áfengisdrykkja væri ekki almenn í samfélaginu væru stöðugar fréttir af því hvað unglingar væru að aðhafast í áfengisvímu og telur Halldór að þá myndi samfélagið allt loga í áköllum um að eitthvað þyrfti að gera til að vernda börnin. Og það er rétt, að mati Halldórs, að vernda þarf börnin en það sé ekki gert með hræðsluáróðri gegn þeim, heldur með hreinskilnislegum forvörnum.Hreinskilnislegar forvarnir byggjast á raunverulegum upplýsingum „Hreinskilnislegar forvarnir byggjast bara á raunverulegum upplýsingum hvaða áhrif mismunandi vímugjafar hafa, ekki bara að draga út einstaka neikvæð tilvik. Það er alltaf hægt að horfa í verstu tilfellin. Hlutlægt séð samkvæmt öllum mælikvörðum er áfengi mun skaðlegra en svona ofskynjunarsveppir, ef maður mælir það og tekur tölfræðina,“ segir Halldór og segir það ekki bundið við að áfengisneysla sé almennari en neysla ofskynjunarsveppa. „Það eru bara áhrifin almennt, líkamleg áhrif og samfélagsleg. Hvaða skaðlegu áhrif það hefur og fólkið í kring. Þetta ýtir undir ofbeldishegðun og annað. Maður sér það bara með því að fara í bæinn um helgar. Ef einhver væri ekki vanur áfengisdrykkju, og vissi ekki hvað það væri, myndi ramba inn í miðbæ Reykjavíkur um helgi, og myndi sjá hvað þar væri í gangi, myndi hann fá algjört menningarsjokk.“ Hann segir hreinskilnislegar forvarnir notaðar meira á Íslandi nú en áður og það sé þróunin heilt yfir. „Í því felst náttúrlega að benda á tilfelli þar sem fólk lendir illa í því, það er algjör óþarfi að gera lítið úr því. Sérstaklega að var sterklega við því að ungir krakkar séu að nota svona í einhverju fikti.“Í Portúgal er einn helsti hvatinn fyrir skaðaminnkandi aðferðum að draga úr HIV-smitum meðal sprautufíkla.VísirFólki haldið inni í kerfinu Þá nefnir hann einnig skaðaminnkunaraðferðir til sögunnar sem hefur verið beitt meðal annars í Portúgal og Sviss. „Þær byggjast dálítið á því, sem mörgum finnst kannski umdeilt, í stað þess að megin markmiðið sé að útrýma allri neyslu vímuefna þá sé viðurkennt að það sé alltaf ákveðið mikið fólk sem gerir það þá sé reynt að draga úr skaðlegum áhrifum þeirrar neyslu,“ segir Halldór. Hann nefnir að í Portúgal sé einn helsti hvatinn að draga úr hiv-smitum á meðal sprautufíkla. Reynt er að tryggja að þeir noti hreinar nálar og notuðust við aðferðir í sinni neyslu, og væru jafnvel studdir í því, sem drógu úr neikvæðum hliðaráhrifum. „Fólki er haldið inni í kerfinu, í staðinn fyrir að því sé ýtt út á jaðarinn þar sem það er í glæpahegðun, og fær stuðning þar. Þegar það er tilbúið að reyna að koma undir sig fótum þá er það í kerfinu fyrir og fær stuðning samhliða því. Þegar þessi áhersla er á þessa hörðu glæpavæðingu, að ýta fólki út á jaðarinn, þá er fólk jafnvel tregt til að leita sér hjálpar og tregt til að hafa nokkuð að gera með kerfið, vegna þess að kerfið er líklegt til að fordæma eða fangelsa. Þetta eru ákveðin jafnvægismörk, hvenær er verið að ýta of mikið undir það að fólk sé að skaða sjálft sig og aðra og hvenær er verið að gera of mikið af því að hafa vit fyrir því.“Það er engin ástæða til að gera lítið úr frétt af því þegar ungur maður kemst í hann krappann vegna neyslu vímugjafa og ...Posted by Halldór Auðar Svansson on Tuesday, September 15, 2015
Tengdar fréttir Sveppaneytandi segir vímuna varhugaverða Magnús Jónsson hefur notað sveppi árum saman, með hléum. Hann segir best að fólk sleppi því alveg að prófa þá. 22. september 2014 15:56 Eitursveppir ógna ungmennum Stórhættulegt getur reynst að éta vímusveppi og erfitt getur reynst að þekkja þá frá öðrum smásveppum sem eru baneitraðir. 22. september 2014 11:49 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Sveppaneytandi segir vímuna varhugaverða Magnús Jónsson hefur notað sveppi árum saman, með hléum. Hann segir best að fólk sleppi því alveg að prófa þá. 22. september 2014 15:56
Eitursveppir ógna ungmennum Stórhættulegt getur reynst að éta vímusveppi og erfitt getur reynst að þekkja þá frá öðrum smásveppum sem eru baneitraðir. 22. september 2014 11:49