Erlent

Hundrað látnir eftir að olíuflutningabíll sprakk í Suður-Súdan

Atli Ísleifsson skrifar
Bíllinn var á leið frá höfuðborginni Juba vestur á bóginn þegar hann fór af veginum. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Bíllinn var á leið frá höfuðborginni Juba vestur á bóginn þegar hann fór af veginum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/EPA
Að minnsta kosti hundrað manns eru látnir eftir að olíuflutningabíll sprakk í vesturhluta Suður-Súdan í gærdag.

Talsmaður forsetaembættis landsins segir að olíuflutningabíllinn hafi farið af veginum og hafi þá fjöldi fólks reynt að safna saman olíu þegar sprengingin varð.

Í frétt Guardian kemur fram að bíllinn hafi verið á leið frá höfuðborginni Juba vestur á bóginn þegar hann fór af veginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×