Erlent

Þrjár milljónir deyja vegna mengunar á ári

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Viðar og kolabrennsluofnar sem notaðir eru til að hita heimili og til eldunar eru stærstu orsakavaldarnir í Asíu.
Viðar og kolabrennsluofnar sem notaðir eru til að hita heimili og til eldunar eru stærstu orsakavaldarnir í Asíu. Vísir/AFP
Meira en þrjár milljónir manna deyja á ári vegna mengunar utandyra, samkvæmt nýrri rannsókn. Það eru fleiri en látast af völdum alnæmis og malaríu samanlagt.

Viðar og kolabrennsluofnar sem notaðir eru til að hita heimili og til eldunar eru stærstu orsakavaldarnir í Asíu, en rannsóknin, sem sagt er frá í vísindatímaritinu 
Nature , sýnir að í Evrópu og Bandaríkjunum sé skýringa helst að finna í mikilli mengun sem kemur frá landbúnaði.

Langflest dauðsföllin eiga sér stað í Kína, þar sem rannsóknin leiðir í ljós að 1,4 milljón manna látist af völdum mengunar á ári.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×