Bar upp spurningar til ráðherra frá almenningi Guðsteinn Bjarnason skrifar 17. september 2015 09:00 Jeremy Corbyn kominn í hlutverki leiðtoga stjórnarandstöðunnar á breska þinginu. NordicPhotos/AFP Jeremy Corbyn, nýkjörinn formaður breska Verkamannaflokksins, átti í gær sína fyrstu viðureign við David Cameron forsætisráðherra í vikulegum spurningatíma á þingi. Corbyn hafði sent út beiðni til almennings um að senda sér þær spurningar, sem fólki þykir brýnast að leggja fyrir forsætisráðherra. „Ég fékk 40 þúsund svör,” sagði Corbyn. Þar af snerust 2.500 um húsnæðismál og 1.000 um heilbrigðisþjónustu við geðsjúka. Þá snerust aðrar 1.000 spurningar um skattaafslætti, sem stjórnin hefur verið að afnema og þar með skerða tekjur margra einstaklinga. Þessar spurningar bar Corbyn upp í þessum fyrsta spurningatíma forsætisráðherra, en samkvæmt reglum þingsins fær hann einungis að koma með sex spurningar í hvert sinn. Athygli vakti að Corbyn bar spurningarnar fram með málefnalegum hætti, æsingalaust, þvert á þá hefð sem lengi hefur tíðkast í spurningatíma forsætisráðherrans á breska þinginu. Cameron sagði þetta vera „öðruvísi, siðfágaðra en venjulega," og reyndi að svara sjálfur í sömu mynt.Jeremy Corbyn var kosinn leiðtogi breska Verkamannaflokksins með 60 prósentum atkvæða um síðustu helgi.NordicPhotos/AFP„Það þarf smá tíma til að venjast þessum nýja stíl,” sagði Cameron þegar hann hafði farið aftur í gamla farið, og fékk strax skömm í hattinn fyrir frá þingsalnum. Corbyn var kosinn formaður breska Verkamannaflokksins um helgina, með 60 prósentum atkvæða. Hann þykir róttækari og vinstrisinnaðri en nokkur leiðtoga Verkamannaflokksins síðustu áratugina, hið minnsta, svo mjög að ýmist hlakkar í hægri mönnum eða þeir hrista hausinn gjörsamlega skilningsvana vegna úrslitanna í formannskjörinu. Hann vakti hneykslun margra Breta í fyrradag fyrir að taka ekki undir þegar breski þjóðsöngurinn var sunginn við minningarathöfn um látna hermenn, sem haldin var í Pálskirkjunni í London á þriðjudag. Corbyn er lýðveldissinni, andvígur því að Bretland haldi uppi konungsfjölskyldu, en segist ekki ætla að berjast sérstaklega fyrir því að konungdæmið verði lagt niður. Hann sagðist ennfremur ekki hafa nein sérstök áform um að taka ekki undir þegar þjóðsöngurinn er sunginn. Hann hafi fyrst og fremst verið mættur í Pálskirkjuna til að minnast hermanna sem féllu í orrustunni um Bretland árið 1940. „Ég á eftir að mæta til margra viðburða og ég mun taka þátt í þeim að fullu,” sagði Corbyn í gær. „Ég sé ekki að það verði neitt vandamál.” Nokkur helstu baráttumála Corbyns• Jeremy Corbyn vill að sett verði lög um hámarkslaun í Bretlandi. • Hann vill banna atvinnurekendum að gera vinnusamninga við starfsfólk án þess að tilgreina fastan fjölda vinnustunda á viku. • Hann vill endurþjóðnýta járnbrautirnar og fleiri almenn þjónustufyrirtæki, sem Margaret Thatcher einkavæddi á sínum tíma. • Hann vill losna við fjárlagahallann með því að hækka skatta frekar en að skera niður ríkisútgjöld. • Hann vill auka skatttekjur meðal annars með því að skera upp herör gegn skattsvikum. Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennaraverkföll skella á Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Innlent Fleiri fréttir Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar Sjá meira
Jeremy Corbyn, nýkjörinn formaður breska Verkamannaflokksins, átti í gær sína fyrstu viðureign við David Cameron forsætisráðherra í vikulegum spurningatíma á þingi. Corbyn hafði sent út beiðni til almennings um að senda sér þær spurningar, sem fólki þykir brýnast að leggja fyrir forsætisráðherra. „Ég fékk 40 þúsund svör,” sagði Corbyn. Þar af snerust 2.500 um húsnæðismál og 1.000 um heilbrigðisþjónustu við geðsjúka. Þá snerust aðrar 1.000 spurningar um skattaafslætti, sem stjórnin hefur verið að afnema og þar með skerða tekjur margra einstaklinga. Þessar spurningar bar Corbyn upp í þessum fyrsta spurningatíma forsætisráðherra, en samkvæmt reglum þingsins fær hann einungis að koma með sex spurningar í hvert sinn. Athygli vakti að Corbyn bar spurningarnar fram með málefnalegum hætti, æsingalaust, þvert á þá hefð sem lengi hefur tíðkast í spurningatíma forsætisráðherrans á breska þinginu. Cameron sagði þetta vera „öðruvísi, siðfágaðra en venjulega," og reyndi að svara sjálfur í sömu mynt.Jeremy Corbyn var kosinn leiðtogi breska Verkamannaflokksins með 60 prósentum atkvæða um síðustu helgi.NordicPhotos/AFP„Það þarf smá tíma til að venjast þessum nýja stíl,” sagði Cameron þegar hann hafði farið aftur í gamla farið, og fékk strax skömm í hattinn fyrir frá þingsalnum. Corbyn var kosinn formaður breska Verkamannaflokksins um helgina, með 60 prósentum atkvæða. Hann þykir róttækari og vinstrisinnaðri en nokkur leiðtoga Verkamannaflokksins síðustu áratugina, hið minnsta, svo mjög að ýmist hlakkar í hægri mönnum eða þeir hrista hausinn gjörsamlega skilningsvana vegna úrslitanna í formannskjörinu. Hann vakti hneykslun margra Breta í fyrradag fyrir að taka ekki undir þegar breski þjóðsöngurinn var sunginn við minningarathöfn um látna hermenn, sem haldin var í Pálskirkjunni í London á þriðjudag. Corbyn er lýðveldissinni, andvígur því að Bretland haldi uppi konungsfjölskyldu, en segist ekki ætla að berjast sérstaklega fyrir því að konungdæmið verði lagt niður. Hann sagðist ennfremur ekki hafa nein sérstök áform um að taka ekki undir þegar þjóðsöngurinn er sunginn. Hann hafi fyrst og fremst verið mættur í Pálskirkjuna til að minnast hermanna sem féllu í orrustunni um Bretland árið 1940. „Ég á eftir að mæta til margra viðburða og ég mun taka þátt í þeim að fullu,” sagði Corbyn í gær. „Ég sé ekki að það verði neitt vandamál.” Nokkur helstu baráttumála Corbyns• Jeremy Corbyn vill að sett verði lög um hámarkslaun í Bretlandi. • Hann vill banna atvinnurekendum að gera vinnusamninga við starfsfólk án þess að tilgreina fastan fjölda vinnustunda á viku. • Hann vill endurþjóðnýta járnbrautirnar og fleiri almenn þjónustufyrirtæki, sem Margaret Thatcher einkavæddi á sínum tíma. • Hann vill losna við fjárlagahallann með því að hækka skatta frekar en að skera niður ríkisútgjöld. • Hann vill auka skatttekjur meðal annars með því að skera upp herör gegn skattsvikum.
Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennaraverkföll skella á Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Innlent Fleiri fréttir Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar Sjá meira