Erlent

19 ára skotinn til bana af lögreglu

Samúel Karl Ólason skrifar
Viðbúnaður lögreglunnvar í Madison var mikill.
Viðbúnaður lögreglunnvar í Madison var mikill. Vísir/AP
Lögregluþjónn skaut hinn 19 ára Tony Robbinson til bana í gærkvöldi. Yfirmaður lögreglunnar í Madison í Bandaríkjunum sagði að skoti hefði verið hleypt af eftir átök á milli Robbinson og lögregluþjóns, en ekki liggur fyrir hvort hann hafi verið vopnaður eða ekki.

Hópur fólks kom saman við staðinn þar sem Robbinson var skotinn í gær og kölluðu þau: „Svört líf skipta máli“, eða „Black lives matter“.

Samkvæmt AP fréttaveitunni fékk lögreglan tilkynningu um að maður væri að stökkva fyrir umferð og að hann hefði gengið í skrokk á öðrum. Lögregluþjónninn bankaði á dyrnar á íbúð sem grunur lék á að maðurinn væri í, en segist hafa brotið sér leið inn eftir að hafa heyrt hljóð úr íbúðinni.

Þá segir lögreglan að maðurinn hafi ráðist á lögregluþjóninn sem hleypti af fleiri en einu skoti. Robbinson lést af sárum sínum á sjúkrahúsi.

Borgarstjóri Madison sagði þetta vera sorglegt atvik og benti á að vegna laga, þurfa utanaðkomandi aðilar að rannsaka slík mál. Því getur lögreglan ekki veitt miklar upplýsingar um rannsóknina, né atvikið.

Hann bað fólk um að sýna stillingu og leyfi rannsókn að fara fram. Mikil reiði hefur verið í Bandaríkjunum undanfarna mánuði vegna fjölda atvika þar sem lögregluþjónar hafa skotið unga svarta menn til bana.


Tengdar fréttir

Þúsundir mótmæltu í Washington DC

Farið er fram á að löggjöfinni verði breytt svo sækja megi þá lögreglumenn til saka sem skotið hafa óvopnaða blökkumenn.

Óeirðir í Ferguson eftir ákvörðun kviðdóms

Átök hafa geisað í bandaríska bænum Ferguson í Missouri, eftir að kviðdómur ákvað í gærkvöldi að lögreglumaðurinn sem skaut óvopnaða unglinginn Michael Brown til bana fyrr á árinu, yrði ekki ákærður í málinu.

Vaxandi spenna í Bandaríkjunum

Gríðarleg reiði hefur brotist út meðal þeldökkra Bandaríkjamanna eftir að ákveðið var að sækja ekki til saka lögreglumanninn sem skaut óvopnaðan ungan mann í St. Louis í sumar. Málið hefur vakið mikla athygli en er engan veginn einsdæmi í Bandaríkjunum.

Skaut Brown tólf sinnum í sjálfsvörn

Ófriðarbálið logar í smábænum Ferguson í Bandaríkjunum eftir að ljóst þykir að lögreglumaður sem skaut 18 ára blökkupilt til bana í sumar verður ekki látinn svara til saka fyrir verknaðinn.

Darren Wilson ekki ákærður

Darren Wilson, lögreglumaðurinn sem skaut óvopnaðan ungling í Ferguson í Missouri til bana, mun ekki vera sóttur til saka vegna þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×