Erlent

Fréttamynd ársins í Danmörku: Látin systir skoðuð

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Martin Lehmann, Politiken
Fréttamynd ársins í Danmörku er af Löru skoða yngri systir sína Rose, sem lést fimm ára gömul vegna hjartagalla. Myndin sem tekin var af Martin Lehmann, ljósmyndara Politiken, er sögð sýna lífsgleði en ekki svartsýni.

Á vef valnefndarinnar segir að þrátt fyrir að um þrjú þúsund myndir hafi verið í keppninni, hafi valið verið auðvelt.

Þar segir einnig að fólk á öllum aldri muni skilja myndina og að hún kenni okkur um dauðann. Hún sýnir barn sem fyrir einskæra forvitni lyftir augnloki látinnar systur sinnar til að skilja hvað dauðann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×