Konurnar neyddar út í vændi Viktoría Hermannsdóttir skrifar 7. mars 2015 09:00 Athvarfið sem Svala stýrir er við Istedgade í Kaupmannahöfn. Þar stunda hundruð kvenna götuvændi og Svala segir veruleika þeirra dapran. Myndir/ Helgi Ómarsson Hina vafasömu götu Istedgade má finna í miðborg Kaupmannahafnar skammt frá lestarstöðinni. Margir hætta sér ekki þangað eftir myrkur enda þrífst þar götuvændi í miklum mæli auk fíkniefnasölu og glæpa. Þeir sem hafa gengið götuna að kvöld- eða næturlagi hafa eflaust einhverjir orðið varir við ágengni vændiskvenna. Það sem færri eflaust spá í er að konurnar eru flestar fórnarlömb mansals og stunda vændið án þess að hafa val um það þar sem þær vinna upp í skuld við melludólga sem komu þeim til landsins. Svala Heiðberg þekkir veruleika þessara kvenna vel en hún er verkefnastýra næturathvarfs fyrir þessar konur sem er til húsa í götunni og er opið á fimmtudags- og föstudagsnóttum.Byrjaði að kenna Svala flutti ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum til Kaupmannahafnar árið 2007 til þess að fara í framhaldsnám. Svala er menntaður mannfræðingur og með kennsluréttindi að auki. Fljótlega eftir að hún flutti út varð hún ólétt að þriðja barni sínu og lagði framhaldsnámið á hilluna. Í stað þess hóf hún störf sem kennari fyrir kvenkyns fórnarlömb mansals. „Starfið er erfitt en gefandi. Margar kvennanna eru til dæmis ólæsar. Heimur þeirra er mjög lítill og sumar vita í raun ekkert hvar þær eru,“ segir Svala. Þær konur sem fá kennslu í kvennaathvarfinu hafa margar verið handteknar og lent í fangelsi vegna ólöglegrar atvinnu og allar konurnar sem búsettar eru í kvennaathvarfinu eru fórnarlömb mansals. Í byrjun árs 2013 opnaði svo Reden International næturathvarf fyrir konur af erlendum uppruna í vændi og Svala var ráðin sem verkefnastýra þess. Athvarfið er opið fimmtudaga og föstudaga frá miðnætti til fimm á morgnana. „Á venjulegri nóttu koma 40 til 60 konur til okkar. Það eru alltaf tveir starfsmenn á vakt og tveir sjálfboðaliðar.“ Yfir nóttina fara einn starfsmaður og einn sjálfboðaliði hring í hverfinu til þess að spjalla við konur sem kunna að vera nýkomnar í götuna og kynna fyrir þeim athvarfið og dreifa smokkum til kvennanna. „Ef við hittum konur sem við þekkjum ekki þá bendum við þeim á að koma,“ segir hún. Flestar fórnarlömb mansals Mikill meirihluti þeirra kvenna sem koma í athvarfið er frá Nígeríu og flestar þeirra eru fórnarlömb mansals. „Þetta skiptist þannig hérna í götunni að á daginn frá svona tíu á morgnana til átta á kvöldin eru hér konur frá Austur-Evrópu. Þegar þær fara koma þessar nígerísku,“ segir Svala. Það hefur færst mikið í vöxt undanfarin ár að konur frá Nígeríu komi til Evrópu til þess að stunda vændi. Yfirleitt eru þær fórnarlömb mansals. „Mjög týpísk saga er að þeim sé lofað vinnu í Evrópu. Þær vita í rauninni ekki hvert þær eru að fara en eiga að fara til Evrópu að vinna í hárgreiðslu, sem au pair eða eitthvað annað sem hefur verið sagt við þær. Áður en þær leggja af stað eru þær látna sverja juju-eið,“ segir hún. Eiðinn eru þær látnar sverja í því skyni að ef þær standa ekki við sitt þá muni eitthvað koma fyrir einhvern í fjölskyldu þeirra. Konurnar fara burt úr heimahögunum með drauma um betra líf en enda flestar í vændi. Yfirleitt eru þær sendar fyrst til Spánar eða Ítalíu en þar eru margar vændiskonur fyrir og lítið að fá. Þær eru svo sendar til Norðurlandanna. Yfirleitt er svokölluð maddama yfir þeim sem sér um að senda þær milli landa. „Konurnar skuldbinda sig til þess að greiða upp skuld til þeirra sem sjá um þetta. Upphæðin er yfirleitt 50 þúsund evrur og er sögð vera fyrir ferðinni, vegabréfi, pappírum og öðru. Ég hef hitt konur sem hafa borgað alla skuldina og það getur tekið þær frá tveimur árum og upp í fimm. Ég hef líka hitt konur sem eru að reyna að semja við maddömuna um að sleppa fyrr. Fjölskyldur þeirra eru þá stundum með í því og það er verið að reyna að díla á milli. Þá kannski getur konan ekki meir og vill losna,“ segir hún. Vinna upp í skuldina „Sögurnar eru oft þannig að konurnar fara með rútu eða gangandi í gegnum eyðimörkina til Líbíu. Þaðan fara þær með bát til Ítalíu. Ef báturinn sekkur ekki á leiðinni þá komast þær í flóttamannabúðir þar sem fólk er skráð og svo eru þær sóttar þangað. Þær eru látnar vera á Ítalíu í smá tíma. Þar er litla vinnu að fá og fáir kúnnar þannig að þær eru mjög fljótlega sendar hingað.“ Þegar til Danmerkur er komið fara þær fljótlega að vinna upp í skuldina úti á götu. Vændi er löglegt í Danmörku en til þess að mega stunda það eða aðra atvinnu verður fólk að hafa gilda pappíra. Það hafa flestar konurnar ekki. Þær eru yfirleitt á aldrinum 22 til 32 ára. „En maður hefur séð yngri, alveg niður í 18 til 19 ára börn, sem er hræðilegt,“ segir Svala. Sumar kvennanna eiga börn. „Börnin eru þá yfirleitt hjá fjölskyldunni en í sumum tilvikum er maddaman með barnið og þær fá það ekki fyrr en þær hafa unnið upp í skuldina.“ Konurnar eru á valdi maddamanna og þó þær séu í öðru landi er fylgst með þeim. Þess vegna reynist oft erfitt að hjálpa þeim. Maddömurnar hafa sterk tök á þeim og ef það fréttist að konurnar séu farnar af götunni þá er jafnvel ráðist að fjölskyldu þeirra. Þetta er því snúin staða sem þær eru í og þó að dönsk yfirvöld reyni að bjóða þeim aðstoð við að öðlast nýtt líf þá hræðast þær afleiðingarnar fyrir aðra.“ Svala segir starfið erfitt en líka gefandi.Helgi ÓmarssonÖruggt skjól Hún segir veruleika þessara kvenna afar dapran. „Þær búa flestar saman, yfirleitt tvær til þrjár. Engin þeirra er heimilislaus, þær hafa allar stað til að sofa á. Yfirleitt sofa þær allan daginn, vakna og fara svo út og reyna að ná sér í pening. Þær eru alltof margar hérna á götunni og fáir kúnnar. Þannig að þær virka mjög örvæntingarfullar að sjá því þær þurfa peninginn. Þær eru að reyna að vinna upp í skuldina.“ Hún segir konurnar vera bæði illa á sig komnar líkamlega og andlega. Margar þjást af áfallastreitu. „Þær eru alltaf með verki. Stanslausa verki í líkamanum. Þeim er alltaf illt og þær eiga erfitt með að sofa. Þær eru undir miklu álagi,“ segir hún. Athvarfið er hugsað sem skjól frá þeim skelfilega veruleika sem þær búa við. Konunum er mætt á jafnréttisgrundvelli og þær hafa öruggt skjól. Svala þekkir flestar kvennanna og segir það skipta máli vegna þess að þær treysti henni þá „Þær hafa sagt mér frá ofbeldi, nauðgunum og öðru sem fyrir þær hefur komið. Yfirleitt vilja þær þó alls ekki að lögreglan blandist í málin. „Það hefur þó gerst að nauðgun hefur farið fyrir dóm. Það voru lögfræðingar sem voru í sjálfboðavinnu sem fóru með málið alla leið,“ segir hún.Líka góðar sögur „Í athvarfinu eru bara allir jafnir. Það sem skiptir mestu máli er að veita bara svona grunnaðstoð, sýna þeim skilning og mæta konunni þar sem hún er stödd. Það er ekki séns að ætla að bjarga öllum en hjá okkur gengur þetta út á að vera með stað þar sem þær geta komið, þeim líður vel og finna fyrir öryggi. Þær vita að við erum til staðar fyrir þær. Það er gott fyrir þær að komast burt frá þessu helvíti sem þær búa í. Það er svo frábært að hafa svona stað þar sem þær geta bara verið þær sjálfar og gleymt í hvaða aðstöðu þær eru.“ Hún segir gríðarlega margar konur vera í þessari stöðu. „Það kemur okkur alltaf jafn mikið á óvart hvað þær eru margar. Og við sjáum þær ekki allar, þær eru víða um Danmörku, ekki bara hér.“ Konunum býðst aðstoð við að koma sér út úr vændinu vilji þær það. Svala segir fáar þora að stíga það skref vegna þess að þá bitni það á fjölskyldumeðlimum eða öðrum þeim tengdum. „Um leið og maddaman fréttir að konan sé ekki lengur á götunni þá byrjar hún að hóta. Sendir jafnvel gengi heim til fjölskyldumeðlima sem eru lamdir og jafnvel drepnir. Þess vegna eru margar sem hverfa og stinga af eftir að hafa verið í prógrammi. Við höfum oft unnið í málum lengi og verið vongóðar en þá hverfa þær allt í einu.“ Í aðstoðinni felst meðal annars að þær geta fengið fjármagn til þess að hefja rekstur í eigin landi. Það er hins vegar sjaldgæft að þær taki því. „En auðvitað eru líka góðar sögur og það er það sem drífur mig áfram í vinnunni. Það er vegna þessa sem mér finnst vinnan vera þess virði þó að hún sé oft mjög erfið." Svala segist mundu vilja sjá að vændi yrði bannað í Danmörku. „Það skiptir máli að senda þessi skilaboð út til komandi kynslóða, að það er ekki í lagi að kaupa manneskju. Örlög þessara kvenna eru svo sorgleg. Þú getur ekki keypt fólk, hvort sem það er til kynlífs eða annars.“ Mansal í Vík Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Hina vafasömu götu Istedgade má finna í miðborg Kaupmannahafnar skammt frá lestarstöðinni. Margir hætta sér ekki þangað eftir myrkur enda þrífst þar götuvændi í miklum mæli auk fíkniefnasölu og glæpa. Þeir sem hafa gengið götuna að kvöld- eða næturlagi hafa eflaust einhverjir orðið varir við ágengni vændiskvenna. Það sem færri eflaust spá í er að konurnar eru flestar fórnarlömb mansals og stunda vændið án þess að hafa val um það þar sem þær vinna upp í skuld við melludólga sem komu þeim til landsins. Svala Heiðberg þekkir veruleika þessara kvenna vel en hún er verkefnastýra næturathvarfs fyrir þessar konur sem er til húsa í götunni og er opið á fimmtudags- og föstudagsnóttum.Byrjaði að kenna Svala flutti ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum til Kaupmannahafnar árið 2007 til þess að fara í framhaldsnám. Svala er menntaður mannfræðingur og með kennsluréttindi að auki. Fljótlega eftir að hún flutti út varð hún ólétt að þriðja barni sínu og lagði framhaldsnámið á hilluna. Í stað þess hóf hún störf sem kennari fyrir kvenkyns fórnarlömb mansals. „Starfið er erfitt en gefandi. Margar kvennanna eru til dæmis ólæsar. Heimur þeirra er mjög lítill og sumar vita í raun ekkert hvar þær eru,“ segir Svala. Þær konur sem fá kennslu í kvennaathvarfinu hafa margar verið handteknar og lent í fangelsi vegna ólöglegrar atvinnu og allar konurnar sem búsettar eru í kvennaathvarfinu eru fórnarlömb mansals. Í byrjun árs 2013 opnaði svo Reden International næturathvarf fyrir konur af erlendum uppruna í vændi og Svala var ráðin sem verkefnastýra þess. Athvarfið er opið fimmtudaga og föstudaga frá miðnætti til fimm á morgnana. „Á venjulegri nóttu koma 40 til 60 konur til okkar. Það eru alltaf tveir starfsmenn á vakt og tveir sjálfboðaliðar.“ Yfir nóttina fara einn starfsmaður og einn sjálfboðaliði hring í hverfinu til þess að spjalla við konur sem kunna að vera nýkomnar í götuna og kynna fyrir þeim athvarfið og dreifa smokkum til kvennanna. „Ef við hittum konur sem við þekkjum ekki þá bendum við þeim á að koma,“ segir hún. Flestar fórnarlömb mansals Mikill meirihluti þeirra kvenna sem koma í athvarfið er frá Nígeríu og flestar þeirra eru fórnarlömb mansals. „Þetta skiptist þannig hérna í götunni að á daginn frá svona tíu á morgnana til átta á kvöldin eru hér konur frá Austur-Evrópu. Þegar þær fara koma þessar nígerísku,“ segir Svala. Það hefur færst mikið í vöxt undanfarin ár að konur frá Nígeríu komi til Evrópu til þess að stunda vændi. Yfirleitt eru þær fórnarlömb mansals. „Mjög týpísk saga er að þeim sé lofað vinnu í Evrópu. Þær vita í rauninni ekki hvert þær eru að fara en eiga að fara til Evrópu að vinna í hárgreiðslu, sem au pair eða eitthvað annað sem hefur verið sagt við þær. Áður en þær leggja af stað eru þær látna sverja juju-eið,“ segir hún. Eiðinn eru þær látnar sverja í því skyni að ef þær standa ekki við sitt þá muni eitthvað koma fyrir einhvern í fjölskyldu þeirra. Konurnar fara burt úr heimahögunum með drauma um betra líf en enda flestar í vændi. Yfirleitt eru þær sendar fyrst til Spánar eða Ítalíu en þar eru margar vændiskonur fyrir og lítið að fá. Þær eru svo sendar til Norðurlandanna. Yfirleitt er svokölluð maddama yfir þeim sem sér um að senda þær milli landa. „Konurnar skuldbinda sig til þess að greiða upp skuld til þeirra sem sjá um þetta. Upphæðin er yfirleitt 50 þúsund evrur og er sögð vera fyrir ferðinni, vegabréfi, pappírum og öðru. Ég hef hitt konur sem hafa borgað alla skuldina og það getur tekið þær frá tveimur árum og upp í fimm. Ég hef líka hitt konur sem eru að reyna að semja við maddömuna um að sleppa fyrr. Fjölskyldur þeirra eru þá stundum með í því og það er verið að reyna að díla á milli. Þá kannski getur konan ekki meir og vill losna,“ segir hún. Vinna upp í skuldina „Sögurnar eru oft þannig að konurnar fara með rútu eða gangandi í gegnum eyðimörkina til Líbíu. Þaðan fara þær með bát til Ítalíu. Ef báturinn sekkur ekki á leiðinni þá komast þær í flóttamannabúðir þar sem fólk er skráð og svo eru þær sóttar þangað. Þær eru látnar vera á Ítalíu í smá tíma. Þar er litla vinnu að fá og fáir kúnnar þannig að þær eru mjög fljótlega sendar hingað.“ Þegar til Danmerkur er komið fara þær fljótlega að vinna upp í skuldina úti á götu. Vændi er löglegt í Danmörku en til þess að mega stunda það eða aðra atvinnu verður fólk að hafa gilda pappíra. Það hafa flestar konurnar ekki. Þær eru yfirleitt á aldrinum 22 til 32 ára. „En maður hefur séð yngri, alveg niður í 18 til 19 ára börn, sem er hræðilegt,“ segir Svala. Sumar kvennanna eiga börn. „Börnin eru þá yfirleitt hjá fjölskyldunni en í sumum tilvikum er maddaman með barnið og þær fá það ekki fyrr en þær hafa unnið upp í skuldina.“ Konurnar eru á valdi maddamanna og þó þær séu í öðru landi er fylgst með þeim. Þess vegna reynist oft erfitt að hjálpa þeim. Maddömurnar hafa sterk tök á þeim og ef það fréttist að konurnar séu farnar af götunni þá er jafnvel ráðist að fjölskyldu þeirra. Þetta er því snúin staða sem þær eru í og þó að dönsk yfirvöld reyni að bjóða þeim aðstoð við að öðlast nýtt líf þá hræðast þær afleiðingarnar fyrir aðra.“ Svala segir starfið erfitt en líka gefandi.Helgi ÓmarssonÖruggt skjól Hún segir veruleika þessara kvenna afar dapran. „Þær búa flestar saman, yfirleitt tvær til þrjár. Engin þeirra er heimilislaus, þær hafa allar stað til að sofa á. Yfirleitt sofa þær allan daginn, vakna og fara svo út og reyna að ná sér í pening. Þær eru alltof margar hérna á götunni og fáir kúnnar. Þannig að þær virka mjög örvæntingarfullar að sjá því þær þurfa peninginn. Þær eru að reyna að vinna upp í skuldina.“ Hún segir konurnar vera bæði illa á sig komnar líkamlega og andlega. Margar þjást af áfallastreitu. „Þær eru alltaf með verki. Stanslausa verki í líkamanum. Þeim er alltaf illt og þær eiga erfitt með að sofa. Þær eru undir miklu álagi,“ segir hún. Athvarfið er hugsað sem skjól frá þeim skelfilega veruleika sem þær búa við. Konunum er mætt á jafnréttisgrundvelli og þær hafa öruggt skjól. Svala þekkir flestar kvennanna og segir það skipta máli vegna þess að þær treysti henni þá „Þær hafa sagt mér frá ofbeldi, nauðgunum og öðru sem fyrir þær hefur komið. Yfirleitt vilja þær þó alls ekki að lögreglan blandist í málin. „Það hefur þó gerst að nauðgun hefur farið fyrir dóm. Það voru lögfræðingar sem voru í sjálfboðavinnu sem fóru með málið alla leið,“ segir hún.Líka góðar sögur „Í athvarfinu eru bara allir jafnir. Það sem skiptir mestu máli er að veita bara svona grunnaðstoð, sýna þeim skilning og mæta konunni þar sem hún er stödd. Það er ekki séns að ætla að bjarga öllum en hjá okkur gengur þetta út á að vera með stað þar sem þær geta komið, þeim líður vel og finna fyrir öryggi. Þær vita að við erum til staðar fyrir þær. Það er gott fyrir þær að komast burt frá þessu helvíti sem þær búa í. Það er svo frábært að hafa svona stað þar sem þær geta bara verið þær sjálfar og gleymt í hvaða aðstöðu þær eru.“ Hún segir gríðarlega margar konur vera í þessari stöðu. „Það kemur okkur alltaf jafn mikið á óvart hvað þær eru margar. Og við sjáum þær ekki allar, þær eru víða um Danmörku, ekki bara hér.“ Konunum býðst aðstoð við að koma sér út úr vændinu vilji þær það. Svala segir fáar þora að stíga það skref vegna þess að þá bitni það á fjölskyldumeðlimum eða öðrum þeim tengdum. „Um leið og maddaman fréttir að konan sé ekki lengur á götunni þá byrjar hún að hóta. Sendir jafnvel gengi heim til fjölskyldumeðlima sem eru lamdir og jafnvel drepnir. Þess vegna eru margar sem hverfa og stinga af eftir að hafa verið í prógrammi. Við höfum oft unnið í málum lengi og verið vongóðar en þá hverfa þær allt í einu.“ Í aðstoðinni felst meðal annars að þær geta fengið fjármagn til þess að hefja rekstur í eigin landi. Það er hins vegar sjaldgæft að þær taki því. „En auðvitað eru líka góðar sögur og það er það sem drífur mig áfram í vinnunni. Það er vegna þessa sem mér finnst vinnan vera þess virði þó að hún sé oft mjög erfið." Svala segist mundu vilja sjá að vændi yrði bannað í Danmörku. „Það skiptir máli að senda þessi skilaboð út til komandi kynslóða, að það er ekki í lagi að kaupa manneskju. Örlög þessara kvenna eru svo sorgleg. Þú getur ekki keypt fólk, hvort sem það er til kynlífs eða annars.“
Mansal í Vík Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira