Íslenski boltinn

Kvíði og þunglyndi algengari hjá knattspyrnumönnum en almenningi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Robert Enke, þýskur markvörður, framdi sjálfsvíg árið 2009 eftir að hafa glímt við mikil andleg veikindi.
Robert Enke, þýskur markvörður, framdi sjálfsvíg árið 2009 eftir að hafa glímt við mikil andleg veikindi. Vísir/getty
Fifpro, alþjóðasamtök atvinnumanna í knattspyrnu, hafa birt niðurstöður könnunar sem sýna að andleg veikindi líkt og kvíðaröskun og þunglyndi séu algengari meðal knattspyrnumanna en almennings.

Á þetta við um bæði núverandi og fyrrverandi atvinnumenn í knattspyrnu en alls tóku 826 einstaklingar þátt í könnun Fifpro. Helmingur þeirra spilaði í efstu deild í sínu fæðingarlandi.

Alls 38 prósent núverandi leikmanna gáfu til kynna að þeir glími við einkenni þunglyndi eða kvíða og 35 prósent fyrrverandi leikmanna. Niðurstöðurnar gáfu enn fremur til kynna að leikmenn sem verða fyrir alvegarlegum meiðslum þrívegis eða oftar á ferlinum eru fjórum sinnum líklegri til að finna fyrir einkennum andlegra veikinda.

Á dögunum fór fram málþing um andleg veikindi afreksíþróttamanna á Íslandi og hafa fjölmargir íslenskir íþróttamenn stigið fram og lýst baráttu sinni við andleg veikindi.

Vincent Gouttabarge, einn forsvarsmanna Fifpro, vonast til að niðurstöður könnunarinnar verði til þess að það verði fyrr hægt að veita íþróttamönnum sem glíma við veikindi aðstoð.


Tengdar fréttir

Íþróttahreyfingin andleg veikindi og vanlíðan

Íþróttahreyfingin er flott og gerir góða hluti en það er ekki þar með sagt að það sé ekki hægt að gera enn betur. Tölum saman og tökum þessa umræðu lengra um andleg veikindi og vanlíðan ungmenna og fullorðna.

Ísland í dag: Íþróttamenn og geðsjúkdómar

Nokkrir íþróttamenn hafa stigið fram að undanförnu og tjáð sig um andleg veikindi sín. Svo virðist sem íþróttahreyfingin sé oft úrræðalaus í þessum málum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×