Erlent

Átta teknir af lífi vegna fíkniefnasmygls

SUnna Karen sigurþórsdóttir skrifar
Aftakan fór fram á fangaeyjunni Nusakambangan árla morguns að staðartíma
Aftakan fór fram á fangaeyjunni Nusakambangan árla morguns að staðartíma vísir/ap
Átta menn, sem hlotið höfðu dauðadóm vegna fíkniefnasmygls, voru teknir af lífi í Indónesíu í dag. Til stóð að níu yrðu teknir af lífi en aftöku filippseyskrar konu var frestað á síðustu stundu.

Samkvæmt frétt BBC gaf einstaklingur, burðardýr, sig fram við lögreglu rétt áður en aftakan átti að fara fram. Málið verður því tekið fyrir að nýju.

Tveir mannanna sem teknir voru af lífi voru Ástralir, einn frá Nígeríu, annar frá Brasilíu og hinir frá Indónesíu. Þeir fengu að eyða sínum síðustu stundum í faðmi fjölskyldna þeirra.

Viðurlög við fíkniefnum í Indónesíu eru með þeim hörðustu í heimi en þeim hefur víða verið mótmælt undanfarna daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×