Vilji innan verkalýðshreyfingarinnar til að sameina deilendur við samningaborðið Heimir Már Pétursson skrifar 28. apríl 2015 13:06 Formaður VR tekur vel í hugmyndir forystu Samtaka atvinnulífsins um að allir deiluaðilar komi saman að samningaborðinu við lausn þeirra fjölda kjaradeilna sem nú standa yfir. En þá verði verkalýðsfélög hjá hinu opinbera einnig að koma að slíkri lausn. Lítil hreyfing er í þeim viðræðum sem eiga sér stað í kjaradeilum á almenna og opinbera vinnumarkaðnum og framundan eru verkföll fleiri verkalýðsfélaga. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í viðtölum við fréttastofuna í síðustu viku að eina leiðin til lausnar væri að allir deilendur kæmu saman að samningaborðinnu. Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR tekur undir þetta sjónarmið, en félagið mun væntanlega hefja atkvæðagreiðslu fljótlega um verkfallsaðgerðir. „Ég held að það væri skynsamlegra ef við myndum ná hópunum okkar saman í slíkar viðræður. En það er ekki nóg að einungis hópar innan ASÍ taki einir þátt í þeirri vegferð. Þar þarf opinberi markaðurinn líka að koma að,“ segir Ólafía. Þar á hún bæði við BHM sem þegar er í aðgerðum og BSRB sem á eftir að hefja viðræður sem og ríki og sveitarfélög hinum megin samningaborðsins. Páll Halldórsson formaður samninganefndar BHM segir að þetta geti verið leið til lausnar kjaradeilunum. „Það verður auðvitað ekki gengið framhjá ákveðnum hlutum sem við erum að horfa á. Eins og hluti sem við erum búin að vera með áratugum saman, eins og að menntun sé metin til launa að einhverju leyti. Það verður einhvern veginn að skila sér inn í þetta. Það getur vel verið að allir verði að koma að sameiginlegu borði til að finna lausn. En það verður þá að taka tillit til fjölbreytileikans í hópnum sem um er að ræða,“ segir Páll. Þetta væri tilraunarinnar virði en þá dugi ekki að stokka bara upp í launatöflum. „Það myndi frekar gerast í gegnum stofnanasamningana,“ segir Páll. Þar sem glufa ef fjármunir fengjust í gerð slíkra saminga væri það möguleiki. Engin viðbrögð hafi hins vegar komið frá ríki og sveitarfélögum varðandi þessa kröfu. Það sé í raun alger pattstaða og taugastríð í gangi. Sigurður Bessason formaður Eflingar sem er innan Flóabandalagsins telur einnig að sameiginlegar viðræður gætu dregið heildardeilurnar í farveg þar sem öll deiluatriðin væru undir en þar þurfi þá að koma eitthvað innlegg frá viðsemjendum. „Og það er kannski það sem hefur vantað til að menn geti klárað samninga, hvort sem það er á almenna markaðnum eða opinbera markaðnum. Þannig að það er nú eiginlega skilyrði. Það er ekki nægjanlegt að koma mönnum bara í hús,“ segir Sigurður. „Það þarf að koma eitthvað inn sem getur hjálpað þessari stöðu sem er komin upp í deilunni. Það er nokkuð ljóst eins og hún er núna er hún bara föst og hún er föst á fleiri en einum stað. Það segir okkur bara að það vantar meira inn í til að hjálpa okkur að leysa þennan hnút,“ segir Sigurður Bessason. Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ Sjá meira
Formaður VR tekur vel í hugmyndir forystu Samtaka atvinnulífsins um að allir deiluaðilar komi saman að samningaborðinu við lausn þeirra fjölda kjaradeilna sem nú standa yfir. En þá verði verkalýðsfélög hjá hinu opinbera einnig að koma að slíkri lausn. Lítil hreyfing er í þeim viðræðum sem eiga sér stað í kjaradeilum á almenna og opinbera vinnumarkaðnum og framundan eru verkföll fleiri verkalýðsfélaga. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í viðtölum við fréttastofuna í síðustu viku að eina leiðin til lausnar væri að allir deilendur kæmu saman að samningaborðinnu. Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR tekur undir þetta sjónarmið, en félagið mun væntanlega hefja atkvæðagreiðslu fljótlega um verkfallsaðgerðir. „Ég held að það væri skynsamlegra ef við myndum ná hópunum okkar saman í slíkar viðræður. En það er ekki nóg að einungis hópar innan ASÍ taki einir þátt í þeirri vegferð. Þar þarf opinberi markaðurinn líka að koma að,“ segir Ólafía. Þar á hún bæði við BHM sem þegar er í aðgerðum og BSRB sem á eftir að hefja viðræður sem og ríki og sveitarfélög hinum megin samningaborðsins. Páll Halldórsson formaður samninganefndar BHM segir að þetta geti verið leið til lausnar kjaradeilunum. „Það verður auðvitað ekki gengið framhjá ákveðnum hlutum sem við erum að horfa á. Eins og hluti sem við erum búin að vera með áratugum saman, eins og að menntun sé metin til launa að einhverju leyti. Það verður einhvern veginn að skila sér inn í þetta. Það getur vel verið að allir verði að koma að sameiginlegu borði til að finna lausn. En það verður þá að taka tillit til fjölbreytileikans í hópnum sem um er að ræða,“ segir Páll. Þetta væri tilraunarinnar virði en þá dugi ekki að stokka bara upp í launatöflum. „Það myndi frekar gerast í gegnum stofnanasamningana,“ segir Páll. Þar sem glufa ef fjármunir fengjust í gerð slíkra saminga væri það möguleiki. Engin viðbrögð hafi hins vegar komið frá ríki og sveitarfélögum varðandi þessa kröfu. Það sé í raun alger pattstaða og taugastríð í gangi. Sigurður Bessason formaður Eflingar sem er innan Flóabandalagsins telur einnig að sameiginlegar viðræður gætu dregið heildardeilurnar í farveg þar sem öll deiluatriðin væru undir en þar þurfi þá að koma eitthvað innlegg frá viðsemjendum. „Og það er kannski það sem hefur vantað til að menn geti klárað samninga, hvort sem það er á almenna markaðnum eða opinbera markaðnum. Þannig að það er nú eiginlega skilyrði. Það er ekki nægjanlegt að koma mönnum bara í hús,“ segir Sigurður. „Það þarf að koma eitthvað inn sem getur hjálpað þessari stöðu sem er komin upp í deilunni. Það er nokkuð ljóst eins og hún er núna er hún bara föst og hún er föst á fleiri en einum stað. Það segir okkur bara að það vantar meira inn í til að hjálpa okkur að leysa þennan hnút,“ segir Sigurður Bessason.
Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ Sjá meira