Erlent

Fríverslun verður ekki frestað

guðsteinn bjarnason skrifar
Tusk, Juncker og Porosjenkó spjalla saman í Kænugarði.
Tusk, Juncker og Porosjenkó spjalla saman í Kænugarði. fréttablaðið/EPA
Þeir Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Donald Tusk, forseti ráðherraráðs ESB, fullvissuðu Petro Porosjenkó Úkraínuforseta í gær um að gildistöku fríverslunarsamnings yrði ekki frestað, þrátt fyrir kröfur Rússa þar um.

Juncker og Tusk héldu til Úkraínu í gær til að hitta Porosjenkó, ekki síst til að þrýsta á hann að gera umbætur sem stjórn hans hefur lofað að hrinda í framkvæmd.

Rússar segja umbætur á stjórnskipan Úkraínu lykilatriði í vopnahléssamkomulaginu sem gert var í Hvíta-Rússlandi í vetur. Tregða Úkraínustjórnar til að hrinda þeim í framkvæmd auki á spennu og dragi úr líkum á því að friður náist.

Þrátt fyrir vopnahléssamkomulagið hafa átök ítrekað brotist út í austanverðu landinu. Ástandið var óvenju slæmt í gær þegar Evrópuleiðtogarnir komu þangað. Einn hermaður í úkraínska stjórnarhernum lét lífið og þrír særðust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×