Erlent

Trúarhópar mótmæla í Pakistan

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Stuðningsmenn trúarhópsins Jamaat-ud-Dawa mótmæla myndbirtingum í franska skoptímaritinu Charlie Hebdo í Lahore í Pakistan í gær.
Stuðningsmenn trúarhópsins Jamaat-ud-Dawa mótmæla myndbirtingum í franska skoptímaritinu Charlie Hebdo í Lahore í Pakistan í gær. Fréttablaðið/AP
Ólíkir stjórnmála- og trúarhópar mótmæltu í Pakistan í gær fjórða daginn í röð því sem kallað er guðlast franska tímaritsins Charlie Hebdo með birtingu á skopmyndum af Múhameð spámanni.

Fjölmennustu mótmælin áttu sér stað í borginni Lahore, þar sem yfir tíu þúsund fylgismenn harðlínusamtakanna Jamaat-ud-Dawa kölluðu „Niður með Charlie Hebdo“ og „Dauði yfir guðlastarana“.

Hafiz Mohammad Seaeed, leiðtogi Jamaat-ud-Dawa, hvetur leiðtoga múslimskra landa til að þrýsta á Sameinuðu þjóðirnar um að gera guðlast í hvað formi sem er að alþjóðlegum glæp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×