Vilja leyfa fyrirtækjum að gefa börnum gjafir með forvarnargildi Aðalsteinn Kjartansson skrifar 3. febrúar 2015 22:01 Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi mælti fyrir breytingunum. Vísir/STEFÁN Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja að fyrirtækjum, félagasamtökum og stofnunum verði leyft að gefa skólabörnum í borginni gjafir, svo lengi sem að hún hefur fræðslu-, forvarnar- eða öryggisgildi. Fulltrúarnir lögðu þetta til á borgarstjórnarfundi í dag. Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi talaði fyrir tillögunni. Í fréttatilkynningu frá borgarstjórnarflokknum er haft eftir henni að hún telji það eiga að vera vel hægt að finna meðalhóf þar sem gjafir sem koma börnum vel séu látnar hafa meira vægi en sú markaðshyggja sem reyna á að koma í veg fyrir.Sjá einnig: Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu „Ég tel að forvarnarfræðsla um tannhirðu, öryggi barna á hjólunum sínum og skemmtileg fræðsla um sólmyrkva eigi að hafa forgang umfram það að þessum gjöfum fylgi einhverjar merkingar,“ er haft eftir henni í tilkynningunni. Í tillögunni er það lagt í hendur skólastjóra að meta hverju sinni hvaða tilgang gjöfin hefur og þar af leiðandi hvort að leyft verði að afhenda hana skólabörnum.Sjá einnig: Börn í Reykjavík mega ekki fá tannbursta Mikil umræða hefur spunnist í kringum gjafir til barna en eins og greint var frá á Vísi í janúar er bæði búið að banna tannlæknum að gefa skólabörnum tannbursta og Kiwanishreyfingunni að gefa reiðhjólahjálma í samvinnu við Eimskip. Ástæða þessa er að vörurnar eru merktar fyrirtækjum. Reglur borgarinnar banna allar gjafir á skólatíma sem merktar eru fyrirtækjum og er engar undantekningar gerðar á þessu þó að gjafirnar séu hluti af forvarnarstarfi. Þessu vilja borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins breyta. Samþykkt var á borgarstjórnarfundinum með öllum greiddum atkvæðum að senda tillöguna til skóla- og frístundarráðs til frekari umfjöllunar. Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Sjá meira
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja að fyrirtækjum, félagasamtökum og stofnunum verði leyft að gefa skólabörnum í borginni gjafir, svo lengi sem að hún hefur fræðslu-, forvarnar- eða öryggisgildi. Fulltrúarnir lögðu þetta til á borgarstjórnarfundi í dag. Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi talaði fyrir tillögunni. Í fréttatilkynningu frá borgarstjórnarflokknum er haft eftir henni að hún telji það eiga að vera vel hægt að finna meðalhóf þar sem gjafir sem koma börnum vel séu látnar hafa meira vægi en sú markaðshyggja sem reyna á að koma í veg fyrir.Sjá einnig: Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu „Ég tel að forvarnarfræðsla um tannhirðu, öryggi barna á hjólunum sínum og skemmtileg fræðsla um sólmyrkva eigi að hafa forgang umfram það að þessum gjöfum fylgi einhverjar merkingar,“ er haft eftir henni í tilkynningunni. Í tillögunni er það lagt í hendur skólastjóra að meta hverju sinni hvaða tilgang gjöfin hefur og þar af leiðandi hvort að leyft verði að afhenda hana skólabörnum.Sjá einnig: Börn í Reykjavík mega ekki fá tannbursta Mikil umræða hefur spunnist í kringum gjafir til barna en eins og greint var frá á Vísi í janúar er bæði búið að banna tannlæknum að gefa skólabörnum tannbursta og Kiwanishreyfingunni að gefa reiðhjólahjálma í samvinnu við Eimskip. Ástæða þessa er að vörurnar eru merktar fyrirtækjum. Reglur borgarinnar banna allar gjafir á skólatíma sem merktar eru fyrirtækjum og er engar undantekningar gerðar á þessu þó að gjafirnar séu hluti af forvarnarstarfi. Þessu vilja borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins breyta. Samþykkt var á borgarstjórnarfundinum með öllum greiddum atkvæðum að senda tillöguna til skóla- og frístundarráðs til frekari umfjöllunar.
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Sjá meira