Erlent

Réðst á franska hermenn með hníf

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/ap
Maður vopnaður hnífi réðist í dag á þrjá franska hermenn sem voru við gæslu við miðstöð gyðinga í borginni Nice í Suður-Frakklandi. Tveir hermenn særðust, þó ekki alvarlega að því er fram kemur í frétt BBC. Árásarmaðurinn hefur verið handtekinn ásamt öðrum sem talinn er tengjast árásinni.

Fjölmargar árásir hafa verið gerðar á bænahús frá því að voðaverkin voru framin þar í landi í síðasta mánuði, þar sem 17 biðu bana. Viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaógna hefur verið viðvarandi frá árásunum og hefur eftirlit með guðshúsum verið hert. Hátt í ellefu þúsund frönskum hermönnum og um fimm þúsund lögreglumönnum hefur því verið falið að standa vörð um öryggi borgaranna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×