Enski boltinn

Allir í boðhlaupssveit Bandaríkjanna þurfa að skila silfrinu sínu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Trell Kimmons, Justin Gatlin, Tyson Gay og Ryan Bailey fá ekki silfur vegna steranotkunar Gays.
Trell Kimmons, Justin Gatlin, Tyson Gay og Ryan Bailey fá ekki silfur vegna steranotkunar Gays. vísir/getty
Allir sem hlupu til silfurverðlauna fyrir boðhlaupssveit Bandaríkjanna í 4x100 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í London 2012 þurfa að skila verðlaunapeningnum sínum.

Kemur þetta til vegna bannsins sem Tyson Gay, einn meðlimur sveitarinnar, var úrskurðaður í fyrir einu ári síðan þegar hann fannst sekur um steranotkun.

Gay skilaði silfrinu sínu strax í maí á síðasta ári, en nú hefur Alþjóðaólympíunefndin sagt forráðamönnum Ólympíunefndar Bandaríkjanna að hinir þurfa að skila silfrinu sínu.

Þetta eru þeir Trell Kimmons, Ryan Baily, Jefferey Demps, Darvis Patton og Justin Gatlin, en sá síðastnefndi var sjálfur úrskurðaður í fjögurra ára bann fyrir steranoktun árið 2006.

„Við munum nú sjá til þess að öllum verðlaunapeningunum verði skilað og gera allt sem í okkar valdi stendur til að vernda heiðarlega íþróttamenn,“ segir í yfirlýsingu bandarísku Ólympíunefndarinnar.

Kimmons, Bailey og Gatlin hlupu með Gay í úrslitum, en hinir tóku þátt í undanrásunum og undanúrslitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×