Má ekki heita Alex Emma: „Þurfum að borga þar til við finnum nafn sem ríkinu þóknast“ Bjarki Ármannsson skrifar 9. mars 2015 21:36 „Hún heitir Alex Emma hjá okkur og ég ætla ekki að samþykkja þetta.“ Vísir/Vilhelm/Nanna Þórdís Árnadóttir Íslenskir foreldrar sem vilja nefna tæplega tveggja ára dóttur sína Alex Emmu þurfa að greiða tæplega 1.500 krónur í dagsektir til ríkissjóðs eftir að mannanafnanefnd hafnaði beiðni þeirra um Alex sem eiginnafn stúlku. Þau segjast ekki hafa búist við svona „harkalegum aðgerðum“ og segja ekki annað koma til greina en að kæra úrskurðinn. „Við eignuðumst dóttur okkar í ágúst 2013 og vorum búin að ákveða nafnið hennar löngu áður,“ segir Nanna Þórdís Árnadóttir, móðir Alexar. „Svo sendum við bara inn tilkynningu um það og þá kemur í ljós að stúlka hefur aldrei verið skírð Alex á Íslandi, þó það sé gert erlendis, og það þarf að fara fyrir mannanafnanefnd.“ Fjölskyldan beið þá í nokkra mánuði eftir úrskurði nefndarinnar. Hann var kveðinn upp þann 19. desember. Þar kemst nefndin að þeirri niðurstöðu að Alex geti aðeins talist karlmannsnafn í íslensku máli, þar sem engin saga eða hefð sé fyrir öðru. Þó er þess getið í úrskurðinum að kvenmannsnafnið Alex brjóti ekki gegn íslensku málkerfi og ekki er talin ástæða til þess að nafngiftin yrði stúlkunni til ama.Sjá einnig: Vill leggja niður mannanafnanefnd: „Verðum að treysta fólki“Bréfið sem barst frá Þjóðskrá.Það var svo í dag, eftir nokkur símtöl og bréf frá Þjóðskrá Íslands, sem bréf barst foreldrum Alexar sem tilkynnti þeim að þau verði beitt dagsektum frá og með 3. apríl fyrir að hafa ekki tilkynnt stofnuninni um nafngift barnsins. Nanna segir það ekki koma til greina að svo stöddu að nefna Alex, sem er nú að verða nítján mánaða, öðru nafni. „Hún á þrjú önnur systkini og er búin að vera kölluð Alex Emma allan þennan tíma,“ segir Nanna. „Svo kemur líka bara upp þrjóska, manni finnst þetta bara fáránlegt. Ég meina, hvaða fasistaríki er þetta? Hún heitir Alex Emma hjá okkur og ég ætla ekki að samþykkja þetta.“Sjá einnig: 10 ára stúlku neitað um vegabréf af ÞjóðskráForeldrarnir þurfa að borga 1.437 krónur á dag þar til Þjóðskrá er tilkynnt um leyfilega nafngift. Nanna segir þau núna skoða hvaða leiðir sé hægt að fara til þess að kæra úrskurð mannanafnanefndar. „Við erum búin að skoða hvað aðrir hafa gert, búin að skoða dómsmál og svona,“ segir hún. Meðal annars settu þau sig í samband við Björk Eiðsdóttur ritstjóra, en dóttir hennar fékk að bera nafnið Blær þrátt fyrir höfnun mannanafnanefndar eftir að Björk höfðaði mál gegn ríkinu. „Það er ekkert annað sem kemur til greina. Núna eftir þrjár vikur eða eitthvað þurfum við að byrja að borga þangað til við finnum eitthvað nafn sem íslenska ríkinu þóknast.“ Nanna segir að fjölskyldan hafi ekki verið nógu dugleg að kanna hvaða leiðir séu færar áður en bréfið barst í dag. „Eiginlega bjóst ég ekki við svona harkalegum aðgerðum, ég verð að viðurkenna það,“ segir hún. „Það var ekki fyrr en maður fékk bréfið að maður hugsaði: Ókei, þetta er í alvörunni að fara að gerast.“ Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Sjá meira
Íslenskir foreldrar sem vilja nefna tæplega tveggja ára dóttur sína Alex Emmu þurfa að greiða tæplega 1.500 krónur í dagsektir til ríkissjóðs eftir að mannanafnanefnd hafnaði beiðni þeirra um Alex sem eiginnafn stúlku. Þau segjast ekki hafa búist við svona „harkalegum aðgerðum“ og segja ekki annað koma til greina en að kæra úrskurðinn. „Við eignuðumst dóttur okkar í ágúst 2013 og vorum búin að ákveða nafnið hennar löngu áður,“ segir Nanna Þórdís Árnadóttir, móðir Alexar. „Svo sendum við bara inn tilkynningu um það og þá kemur í ljós að stúlka hefur aldrei verið skírð Alex á Íslandi, þó það sé gert erlendis, og það þarf að fara fyrir mannanafnanefnd.“ Fjölskyldan beið þá í nokkra mánuði eftir úrskurði nefndarinnar. Hann var kveðinn upp þann 19. desember. Þar kemst nefndin að þeirri niðurstöðu að Alex geti aðeins talist karlmannsnafn í íslensku máli, þar sem engin saga eða hefð sé fyrir öðru. Þó er þess getið í úrskurðinum að kvenmannsnafnið Alex brjóti ekki gegn íslensku málkerfi og ekki er talin ástæða til þess að nafngiftin yrði stúlkunni til ama.Sjá einnig: Vill leggja niður mannanafnanefnd: „Verðum að treysta fólki“Bréfið sem barst frá Þjóðskrá.Það var svo í dag, eftir nokkur símtöl og bréf frá Þjóðskrá Íslands, sem bréf barst foreldrum Alexar sem tilkynnti þeim að þau verði beitt dagsektum frá og með 3. apríl fyrir að hafa ekki tilkynnt stofnuninni um nafngift barnsins. Nanna segir það ekki koma til greina að svo stöddu að nefna Alex, sem er nú að verða nítján mánaða, öðru nafni. „Hún á þrjú önnur systkini og er búin að vera kölluð Alex Emma allan þennan tíma,“ segir Nanna. „Svo kemur líka bara upp þrjóska, manni finnst þetta bara fáránlegt. Ég meina, hvaða fasistaríki er þetta? Hún heitir Alex Emma hjá okkur og ég ætla ekki að samþykkja þetta.“Sjá einnig: 10 ára stúlku neitað um vegabréf af ÞjóðskráForeldrarnir þurfa að borga 1.437 krónur á dag þar til Þjóðskrá er tilkynnt um leyfilega nafngift. Nanna segir þau núna skoða hvaða leiðir sé hægt að fara til þess að kæra úrskurð mannanafnanefndar. „Við erum búin að skoða hvað aðrir hafa gert, búin að skoða dómsmál og svona,“ segir hún. Meðal annars settu þau sig í samband við Björk Eiðsdóttur ritstjóra, en dóttir hennar fékk að bera nafnið Blær þrátt fyrir höfnun mannanafnanefndar eftir að Björk höfðaði mál gegn ríkinu. „Það er ekkert annað sem kemur til greina. Núna eftir þrjár vikur eða eitthvað þurfum við að byrja að borga þangað til við finnum eitthvað nafn sem íslenska ríkinu þóknast.“ Nanna segir að fjölskyldan hafi ekki verið nógu dugleg að kanna hvaða leiðir séu færar áður en bréfið barst í dag. „Eiginlega bjóst ég ekki við svona harkalegum aðgerðum, ég verð að viðurkenna það,“ segir hún. „Það var ekki fyrr en maður fékk bréfið að maður hugsaði: Ókei, þetta er í alvörunni að fara að gerast.“
Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Sjá meira