Erlent

Þúsundir ganga í lið með öfgamönnum

jón hákon halldórsson skrifar
Fjöldi Evrópubúa hefur gengið Íslamska ríkinu á hönd.
Fjöldi Evrópubúa hefur gengið Íslamska ríkinu á hönd. NordicPhotos/afp
Manuel Valls, forsætisráðherra Frakka, óttast að áður en árið er á enda verði yfir 10 þúsund Evrópubúar farnir til Sýrlands og Íraks til þess að ganga öfgaöflum á hönd. Reynist grunur hans réttur mun fjöldi þeirra sem nú er þar þrefaldast.

„Í dag eru 3.000 Evrópubúar í Írak og Sýrlandi. Ef maður spáir um komandi mánuði, gætu orðið þar 5.000 í sumar og 10 þúsund í árslok,“ segir Valls í samtali við frönsku sjónvarpsstöðina iTele.

Frakkland, Danmörk og Belgía eru á meðal þeirra ríkja sem hafa séð á eftir flestum borgurum sínum fara til Sýrlands og Íraks til að ganga Íslamska ríkinu á hönd.

Í síðasta mánuði sviptu frönsk stjórnvöld sex borgara þar í landi vegabréfum og bannaði meira en 40 manns að ferðast til Íraks og Sýrlands af ótta við að þeir myndu ganga til liðs við Íslamska ríkið. „Það er ný ógn sem steðjar að okkur í Frakklandi , Evrópu og víðar,“ segir Valls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×