Erlent

Ísbjarnarhúnar undir berum himni í fyrsta sinn

Atli Ísleifsson skrifar
Húnarnir eru afskaplega krúttlegir sem stendur an það kann að breytast þegar fram líða stundir.
Húnarnir eru afskaplega krúttlegir sem stendur an það kann að breytast þegar fram líða stundir.
Tveimur ísbjarnarhúnum sem komu í heiminn í hollenskum dýragarði í nóvember síðastliðinn var hleypt út í fyrsta sinn í fylgd móður sinnar í gær.

Ouwehands dýragarðurinn í Rhenen birti myndir af húnunum en margmenni var saman komið til að fylgjast með atburðinum.

Húnarnir komu í heiminn ásamt þriðja bróðurnum þann 22. nóvember en sá lifði ekki af. Þríburafæðingar ísbjarna eru óvenjulegar.

Húnarnir dvelja ásamt móður og móðurmóður sinni í dýragarðinum, en faðirinn hefur verið fluttur í Yorkshire Wildlife Park í Englandi.

Húnarnir.Mynd/Ouwehands Dierenpark Rhenen



Fleiri fréttir

Sjá meira


×