Erlent

WHO samþykkir skyndipróf fyrir ebólu

Atli Ísleifsson skrifar
Nærri 10 þúsund manns hafa látist í ebólufaraldrinum sem braust út í Vestur-Afríku fyrir um ári síðan.
Nærri 10 þúsund manns hafa látist í ebólufaraldrinum sem braust út í Vestur-Afríku fyrir um ári síðan. Vísir/AFP
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur samþykkt fyrsta skyndipróf heims sem greinir hvort maður sé smitaður af ebólu.

Fyrirtækið Corgenix hefur þróað prófið, sem á að gefa mönnum svar innan fimmtán mínútna um hvort viðkomandi sé sýktur af veirunni skæðu.

Í frétt SVT kemur fram að WHO líti á prófið sem mikilvægan áfanga í baráttunni gegn faraldrinum. Fyrir utan það að fá svar innan skamms tíma þá er ekki krafist rafmagns þegar prófið er tekið.

Nærri 10 þúsund manns hafa látist í ebólufaraldrinum sem braust út í Vestur-Afríku fyrir um ári síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×