Erlent

45 slösuðust stórbruna í Hollandi

Atli Ísleifsson skrifar
Fjórir íbúanna eru alvarlega slasaðir.
Fjórir íbúanna eru alvarlega slasaðir. Vísir/AFP
Um 45 manns slösuðust í stórbruna á dvalarheimili fyrir aldraða í hollenska bænum Nijmegen í nótt. Í frétt Reuters kemur fram að búið sé að slökkva eldinn en fjórir íbúanna eru alvarlega slasaðir.

Í morgun hrundi þak byggingarinnar og er óttast að einhverjir kunni enn að vera í rústum byggingarinnar. Um hundrað eldri borgarar búa í húsinu.

Mikill fjöldi slökkviliðsbíla og sjúkrabíla eru nú á staðnum og er hlúið að um þrjátíu manns vegna gruns um reykeitrun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×