Erlent

Fellibyljir skella á Ástralíu

Atli Ísleifsson skrifar
Fellibylurinn Marcia skall á stönd Queensland milli St Lawrence og Yeppoon.
Fellibylurinn Marcia skall á stönd Queensland milli St Lawrence og Yeppoon. Vísir/AFP
Fjöldi fólks hefur neyðst til að yfirgefa heimili sín og rafmagn hefur farið af á stórum svæðum á norðausturströnd Ástralíu eftir að tveir fellibyljir gengu þar yfir.

Fellibylurinn Marcia skall á stönd Queensland milli St Lawrence og Yeppoon. Marcia var fimmta stigs fellibylur þegar fellibylurinn gekk á land, en hefur síðan verið lækkaður niður í þriðja stigs fellibyl.

Í frétt BBC kemur fram að veðurfræðingar hafi varað við mikilli úrkomu og flóðum, en fellibylurinn gengur nú í suður og er búist við að fjara muni undan þegar líður á daginn.

Þá gekk fellibylurinn Lam yfir Northern Territory við Elcho-eyju þar sem íbúar segja þök hafa rifnað af húsum og tré rifnað upp með rótum. Lam var fjórða stigs fellibylur þegar hann skall á land en hefur nú verið lækkaður niður í annars stig fellibyl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×