Erlent

Ný tegund malaríu er ónæm fyrir lyfjum

Nýtt afbrigði af malaríu hefur fundist á landamærum Indlands og Myanmar og í fleiri löndum í suðaustur Asíu og virðist það ónæmt fyrir lyfjagjöf. Læknatímaritið Lancet greinir frá uppgötvuninni og þar segir að veikin gæti ógnað heilsu fólks um allan heim, takist ekki að finna við henni lækningu.

Miklum árangri hefur verið náð í baráttunni við malaríu síðustu fimmtán árin og hefur dauðsföllum á ári fækkað um helming frá árinu 2000. Nú er talið að sjúkdómurinn leggi tæplega fimmhundruð og níutíu þúsund manns að velli árlega. Ónæmt afbrigði gæti því stofnað þeim mikla árangri sem náðst hefur í bráða hættu á skömmum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×