Erlent

Reynt til þrautar að semja við Grikki

Vísir/EPA
Fjármálaráðherrar evrusvæðisins hittast á fundi í Brussel í dag þar sem reynt verður að leysa vanda Grikkja sem neita að standa við þá skilmála sem settir voru þegar ríkið fékk björgunarpakka frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fyrir nokkrum misserum.

Ný stjórnvöld í Grikklandi hafa stungið upp á því að lánasamningur við evrusvæðið verði framlengdur um sex mánuði en að niðurskurði í landinu verði hætt. Þessu hafa Þjóðverjar þegar hafnað en björgunarpakkinn rennur út um mánaðarmótin, verði ekkert að gert, og mun gríska ríkið fljótlega upp úr því hætta að geta staðið við skuldbindingar sínar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×