Sigríður Ingibjörg í formannsframboð sveinn arnarsson skrifar 20. mars 2015 07:00 Árni Páll Árnason og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir munu berjast um formannsstólinn í Samfylkingunni. Katrín Júlíusdóttir er ein í framboði til varaformannsembættis flokksins. fréttablaðið/daníel Sigríður Ingibjörg Ingadóttir gefur kost á sér sem formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins sem hefst í dag á Hótel Sögu. Árni Páll Árnason, sitjandi formaður flokksins, hefur því fengið mótframboð. „Ég væri ekki að bjóða mig fram til formanns ef ég tryði því ekki að ég gæti sigrað í atkvæðagreiðslunni,“ segir Sigríður Ingibjörg. „Ég býð mig fram vegna þess að undanfarið hefur fólk komið að máli við mig og spurt hvort ég væri tilbúin að fara í formannsframboð. Mikið hefur gengið á í íslenskum stjórnmálum og flokkurinn ekki náð vopnum sínum þrátt fyrir augljós tækifæri. Eftir miklar vangaveltur ákvað ég síðan að slá til, verkefnin sem fram undan eru fyrir íslenska jafnaðarmenn eru ærin,“ segir Sigríður Ingibjörg. Árni Páll segist ekki hræðast mótframboð Sigríðar Ingibjargar og vonast eftir góðum landsfundi. Hann segist ekki geta svarað því hvort óánægja með störf hans kalli á breytingar í æðstu stjórn flokksins. „Ég ætla ekki tjá mig um gerðir annarra eða velta vöngum yfir því af hverju Sigríður Ingibjörg býður sig fram. Þetta eru leikreglur lýðræðisins og ég hræðist ekkert í íslenskum stjórnmálum og hef aldrei gert,“ segir Árni Páll. „Samfylkingin er byggð sem fjöldahreyfing. Ég hef í minni formannstíð lagt mig fram um að tryggja að Samfylkingin hafi breiða ásýnd og rúmi ólík sjónarmið svo hún geti verið áfram burðarafl í stjórnmálunum.“ Sigríður Ingibjörg segir flokkinn ekki hafa náð vopnum sínum eftir erfiðan tíma á síðasta kjörtímabili. „Flokkurinn verður að ná sér á strik eftir kosningaósigurinn árið 2013.“ Árni Páll segir miklar hræringar í íslenskum stjórnmálum. Flokkurinn undir hans stjórn hafi verið að ná til baka fylgi frá kosningum þrátt fyrir ólgusjó. „Samfylkingin hefur verið að bæta við sig fylgi frá kosningum og er að mælast með fimmtíu prósent meira fylgi en þá.“ Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir gefur kost á sér sem formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins sem hefst í dag á Hótel Sögu. Árni Páll Árnason, sitjandi formaður flokksins, hefur því fengið mótframboð. „Ég væri ekki að bjóða mig fram til formanns ef ég tryði því ekki að ég gæti sigrað í atkvæðagreiðslunni,“ segir Sigríður Ingibjörg. „Ég býð mig fram vegna þess að undanfarið hefur fólk komið að máli við mig og spurt hvort ég væri tilbúin að fara í formannsframboð. Mikið hefur gengið á í íslenskum stjórnmálum og flokkurinn ekki náð vopnum sínum þrátt fyrir augljós tækifæri. Eftir miklar vangaveltur ákvað ég síðan að slá til, verkefnin sem fram undan eru fyrir íslenska jafnaðarmenn eru ærin,“ segir Sigríður Ingibjörg. Árni Páll segist ekki hræðast mótframboð Sigríðar Ingibjargar og vonast eftir góðum landsfundi. Hann segist ekki geta svarað því hvort óánægja með störf hans kalli á breytingar í æðstu stjórn flokksins. „Ég ætla ekki tjá mig um gerðir annarra eða velta vöngum yfir því af hverju Sigríður Ingibjörg býður sig fram. Þetta eru leikreglur lýðræðisins og ég hræðist ekkert í íslenskum stjórnmálum og hef aldrei gert,“ segir Árni Páll. „Samfylkingin er byggð sem fjöldahreyfing. Ég hef í minni formannstíð lagt mig fram um að tryggja að Samfylkingin hafi breiða ásýnd og rúmi ólík sjónarmið svo hún geti verið áfram burðarafl í stjórnmálunum.“ Sigríður Ingibjörg segir flokkinn ekki hafa náð vopnum sínum eftir erfiðan tíma á síðasta kjörtímabili. „Flokkurinn verður að ná sér á strik eftir kosningaósigurinn árið 2013.“ Árni Páll segir miklar hræringar í íslenskum stjórnmálum. Flokkurinn undir hans stjórn hafi verið að ná til baka fylgi frá kosningum þrátt fyrir ólgusjó. „Samfylkingin hefur verið að bæta við sig fylgi frá kosningum og er að mælast með fimmtíu prósent meira fylgi en þá.“
Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira