Erlent

Slagsmál í Walmart: Móðir naut liðsinnis barnsungs sonar síns

Tvær milljónir manna hafa séð myndbandið á einungis tveimur dögum.
Tvær milljónir manna hafa séð myndbandið á einungis tveimur dögum. MYND/SKJÁSKOT
Myndband af tveimur konum sem takast heiftarlega á í verslun Walmart í Bandaríkjunum hefur farið sem eldur í sinu um netheima. Alls hafa um tvær milljónir manna horft á myndbrotið á þeim fjóru dögum sem það hefur verið í birtingu. Það má sjá hér að neðan.

Önnur kvennanna hefur nú stigið fram og sagt sína hlið á málinu sem vakið hefur mikla athygli í erlendum miðlum.

Konan, Amber Stephenson, segist hafa heyrt konuna sem átti eftir að koma til með að verða andstæðingur hennar kalla starfsmann verslunarinnar „negra“ sem hafi farið fyrir brjóstið á henni.

„Hún sat þarna, öskraði á starfsmanninn að hann væri negri og sagðist ætla að standa upp og berja hana í stöppu,“ sagði Stepenson í samtali við útvarpstöð í Indiana.

Í myndbandinu sést hvernig andstæðingur Stephenson stígur af hjóli sínu og þröngvar hana inn í rekka af hárvörum.

Stephenson biður því næst son sinn, sem hún kallar Johnny, að kýla konuna „í helvítis andlitið.“ Drengurinn sparkar því næst nokkrum sinnum í haus konunnar áður en hann hendir í hana sjampóflösku.

Samkvæmt talsmanni Walmart er starfsmönnum fyrirtækisins meinað að blanda sér í ofbeldismál sem kunna að koma upp í versluninni og að öryggisverðir hafi verið fjarverandi þegar slagsmálin brutust út.

Báðum konunum hefur verið meinað að versla í Walmart framvegis.

Myndbandið umtalaða má sjá hér að neðan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×