Erlent

Lögregluþjónninn í McKinney hættur störfum

Úr myndandi af atvikinu.
Úr myndandi af atvikinu.
Bandaríski lögreglumaðurinn sem náðist á myndband þar sem hann ræðst á unga blökkustúlku í sundlaugarpartíi og beinir byssu sinni að félögum hennar hefur sagt upp störfum. Hinn fjörutíu og eins árs gamli Eric Casebolt er sagður hafa gert það að eigin frumkvæði en myndbandið hefur vakið mikla athygli.

Svo virðist sem hann hafi ráðist að unglingunum fyrir litlar sem engar sakir, blótað þeim í sand og ösku og beint byssu sinni að þeim. Í kjölfarið var mótmælt kröftuglega í bænum McKinney í Texas þar sem atvikið átti sér stað. Mikið hefur verið rætt um lögregluofbeldi í Bandaríkjunum síðustu misserin en það sem af er ári hafa bandarískir lögreglumenn skotið tæplega fimmhundruð manns til bana.

„Stefnur okkar, þjálfun og æfingar styðja ekki aðgerðir hans,“ sagði lögreglustjórinn Greg Conley. Hann sagði aðgerðir Casebolt vera óverjandi. Casebolt hefur þó áður verið sakaður um rasisma í starfi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×