Erlent

Flugriti rússnesku herþotunnar laskaður

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Frá blaðamannafundinum í dag.
Frá blaðamannafundinum í dag. vísir/epa
Minniskort flugrita rússnesku herþotunnar, sem Tyrkir skutu niður skammt frá landamærum Tyrklands og Sýrlands, er laskað. Þetta hefur BBC eftir rússneskum mönnum sem fara með rannsókn málsins.

Svarti kassi vélarinnar var opnaður í Moskvu í dag að viðstöddum blaðamönnum og erindrekum. Samkvæmt Nikolai Primak, yfirmanni rannsóknarinnar, er ekki hægt að lesa af kortinu ýmsar upplýsingar er tengjast fluginu.

Deilur hafa staðið á milli Tyrkja og Rússa í kjölfar þess að hinir fyrrnefndu skutu vélina niður. Meðal annars hefur verið deilt um hvort vélin hafi flogið inn í tyrkneska lofthelgi eður ei. Rússar harðneita því að það hafi átt sér stað. Tyrkir vilja hins vegar meina að flugmennirnir hafi margsinnis verið varaðir við því að koma fljúga yfir Tyrklandi en virt viðvaranirnar að vettugi. Annar flugmanna vélarinnar lést en hinn komst lífs af.

Búist er við því að upplýsingarnar, sem hægt er að fá úr svarta kassanum, liggi fyrir í næstu viku.


Tengdar fréttir

Rússar skutu á tyrkneskan togara

Í yfirlýsingu frá rússneska varnarmálaráðuneytinu segir að eftirlitsskipið Smetliviy hafi ítrekað sent sjónrænar viðvaranir til tyrkneska skipsins áður en skotið var að því.

Rússar birta meintar sannanir

Birta gervihnattamyndir og drónamyndbönd sem eiga að sanna að Tyrkir kaupi olíu af Íslamska ríkinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×