Erlent

Skordýr í kjötbollum

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Framtíðarsérfræðingar IKEA spá því að kjötbollur verði gerðar úr skordýrum.
Framtíðarsérfræðingar IKEA spá því að kjötbollur verði gerðar úr skordýrum. nordicphotos/gettý
Eftir 20 ár verður hægt að gæða sér á kjötbollum úr skordýrum, þörungum, afgöngum og grænmeti. Þessu spá starfsmenn Space 10 á vegum IKEA sem spá í framtíðina.

Gengið var út frá því að finna þurfi nýjar aðferðir við matvælaframleiðslu vegna fjölgunar mannkyns og neikvæðra áhrifa kjötframleiðslu á vistkerfið. Kjötbollur sé að finna í menningu flestra og niðurstaðan var matseðill með kjötlausum kjötbollum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×