Í gær var tilkynnt að breska sveitin Coldplay muni troða upp í hálfleik á Super Bowl í San Francisco.
Þetta er Super Bowl-leikur númer 50 þannig að líklega verður lagt aukalega í þegar frábæra sýningu.
Mun fleiri listamenn taka þátt í hálfleikssýningunni og verður nánar greint frá því á næstu vikum.
Orðrómar eru upp um að Taylor Swift, Maroon 5 og jafnvel Bruno Mars verði með í skrautsýningunni. Reikna má líka með því að Beynoce aðstoði Coldplay.
