Fótbolti

Spænski og ítalski boltinn á Stöð 2 Sport í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emil Hallfreðsson.
Emil Hallfreðsson. Vísir/Getty
365 miðlar hafa tryggt sér sýningaréttinn á bæði spænska og ítalska boltanum næstu þrjú árin og leikir úr deildinni verða sýndir á Sportstöðvunum.

Knattspyrnuáhugamenn munu fá fjóra leiki úr ítölsku deildinni í hverri umferð þar á meðal alla leiki landsliðsmannsins Emils Hallfreðssonar hjá Verona og alla leiki Real Madrid og Barcelona.

Real Madrid og Barcelona eru skipuð mörgum af bestu knattspyrnumönnum heims og félögin eiga marga aðdáendur út um allan heim og þar á meðal á Íslandi.

Emil Hallfreðsson stóð sig vel með liði Hellas Verona á síðustu leiktíð og lagði meðal annars upp níu mörk í A-deildinni mörg þeirra fyrir markakóng hennar Luca Toni.

Alls verða um 800 beinar útsendingar frá knattspyrnuleikjum á dagskrá íþróttastöðva 365 í vetur, fleiri en nokkru sinni áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×