Amnesty International að skipuleggja eigin jarðarför Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 12. ágúst 2015 06:30 Von Amnesty er að geta barist betur fyrir mannréttindum fólks í kynlífsiðnaðinum með afglæpavæðingu. Fréttablaðið/AFP „Það að Íslandsdeildin skuli sitja hjá finnst mér sýna einhvers konar kjarkleysi hjá félaginu,“ segir Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands. Heimsþing Amnesty International samþykkti á fundi sínum í Dyflinni í gær tillögu um að styðja við afglæpavæðingu vændis á alþjóðavísu. Íslandsdeild Amnesty sat hjá í atkvæðagreiðslunni auk þess sem samtökin stóðu að breytingartillögu sem var þó felld.Fríða Rós Valdimarsdóttir„Sjálf kynntist ég mannréttindabaráttu í gegn um Amnesty og þar var baráttan svona mest áberandi þegar ég var unglingur,“ segir Fríða. „Þannig að þetta er fyrir mér mikill sorgardagur að þessi samtök sem maður hefur stutt í mörg ár skuli taka þennan snúning og berjast á móti mannréttindabaráttunni sem þau hafa verið með.“ Hún segir að rannsóknir hafi sýnt að vændi er skaðlegt og lögleiðing dragi ekki úr ofbeldi gegn vændisstarfsmönnum. Ofbeldi gagnvart fólki hafi minnkað með banni við kaupum á vændi. „Nýjustu tölur frá Noregi sýna að ungir strákar hafa hætt að kaupa vændi sem er mjög merkilegt. Það er svo mikil skaðaminnkun í því og það er það sem oft gleymist í umræðunni að vændiskaupin eru líka skaðleg. Mér finnst eins og að Amnesty sé byrjað að skipuleggja eigin jarðarför með þessu.“Hörður Helgi HelgasonHörður Helgi Helgason, formaður Íslandsdeildar Amnesty International, segir að aðstæður íslensku samtakanna hafi verið erfiðar í aðdraganda þingsins þar sem trúnaður lá yfir tillögunni. „Við áttum þá ekki möguleika á að leita opinberlega til okkar félaga heldur ræða við þá með óformlegum samtölum,“ segir hann. „Í lok júlí síðastliðins tók Íslandsdeildin á stjórnarfundi sínum hins vegar ákvörðun í málinu og taldi að athuguðu máli að hún gæti ekki stutt þessa tillögu sem lá fyrir vegna þess að gögn sem voru lögð fram henni til stuðnings væru ónóg. En þess utan samþykkti stjórnin að ganga til þingsins með opnum huga og hlusta þar á öll rök sem þar voru sett fram sem og við gerðum.“ Þá hafi umræðan um tillöguna á Íslandi verið fremur óupplýst. Hörður gagnrýnir Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra fyrir að leggjast gegn tillögunni og gagnrýna Amnesty International. „Það er sérstaklega neyðarlegt í ljósi þess að hann vísaði þessu til stuðnings í átakið HeForShe sem er á vegum UN Women en þau samtök hafa ekki einungis stutt það að þessi iðja verði afglæpavædd heldur beinlínis viðurkennd sem atvinnugrein.“ Tillaga Amnesty mætti harðri gagnrýni hér heima fyrir en auk gagnrýni Gunnars Braga hafa sjö kvenréttindasamtök gagnrýnt tillöguna harðlega auk þess sem þingflokkur VG skoraði á Íslandsdeildina að hafna tillögunni. Tengdar fréttir Stígamót: „Amnesty International hefur sett ofan“ Kvennasamtök ósátt með mannréttindasamtökin Amnesty International 11. ágúst 2015 18:11 Friðargæsluliðar sakaðir um nauðgun og morð Amnesty International segir mennina hafa nauðgað 12 ára stúlku og skotið feðga til bana. 11. ágúst 2015 22:03 Boða fjöldaúrsagnir úr Amnesty International vegna samþykktar um vændi Kvennasamtök víða um heim loga vegna ályktunar mannréttindasamtakanna. 11. ágúst 2015 19:53 Amnesty International samþykkir ályktun um afglæpavæðingu vændis Með ályktuninni er mælt með því að þróuð verði ný stefna samtakanna sem kveði á um að allir einstaklingar í kynlífsiðnaði njóti fullrar og jafnrar verndar gegn ofbeldi, misnotkun og mansali. 11. ágúst 2015 16:47 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Kristrún hlaut 98 prósent atkvæða Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Sjá meira
„Það að Íslandsdeildin skuli sitja hjá finnst mér sýna einhvers konar kjarkleysi hjá félaginu,“ segir Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands. Heimsþing Amnesty International samþykkti á fundi sínum í Dyflinni í gær tillögu um að styðja við afglæpavæðingu vændis á alþjóðavísu. Íslandsdeild Amnesty sat hjá í atkvæðagreiðslunni auk þess sem samtökin stóðu að breytingartillögu sem var þó felld.Fríða Rós Valdimarsdóttir„Sjálf kynntist ég mannréttindabaráttu í gegn um Amnesty og þar var baráttan svona mest áberandi þegar ég var unglingur,“ segir Fríða. „Þannig að þetta er fyrir mér mikill sorgardagur að þessi samtök sem maður hefur stutt í mörg ár skuli taka þennan snúning og berjast á móti mannréttindabaráttunni sem þau hafa verið með.“ Hún segir að rannsóknir hafi sýnt að vændi er skaðlegt og lögleiðing dragi ekki úr ofbeldi gegn vændisstarfsmönnum. Ofbeldi gagnvart fólki hafi minnkað með banni við kaupum á vændi. „Nýjustu tölur frá Noregi sýna að ungir strákar hafa hætt að kaupa vændi sem er mjög merkilegt. Það er svo mikil skaðaminnkun í því og það er það sem oft gleymist í umræðunni að vændiskaupin eru líka skaðleg. Mér finnst eins og að Amnesty sé byrjað að skipuleggja eigin jarðarför með þessu.“Hörður Helgi HelgasonHörður Helgi Helgason, formaður Íslandsdeildar Amnesty International, segir að aðstæður íslensku samtakanna hafi verið erfiðar í aðdraganda þingsins þar sem trúnaður lá yfir tillögunni. „Við áttum þá ekki möguleika á að leita opinberlega til okkar félaga heldur ræða við þá með óformlegum samtölum,“ segir hann. „Í lok júlí síðastliðins tók Íslandsdeildin á stjórnarfundi sínum hins vegar ákvörðun í málinu og taldi að athuguðu máli að hún gæti ekki stutt þessa tillögu sem lá fyrir vegna þess að gögn sem voru lögð fram henni til stuðnings væru ónóg. En þess utan samþykkti stjórnin að ganga til þingsins með opnum huga og hlusta þar á öll rök sem þar voru sett fram sem og við gerðum.“ Þá hafi umræðan um tillöguna á Íslandi verið fremur óupplýst. Hörður gagnrýnir Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra fyrir að leggjast gegn tillögunni og gagnrýna Amnesty International. „Það er sérstaklega neyðarlegt í ljósi þess að hann vísaði þessu til stuðnings í átakið HeForShe sem er á vegum UN Women en þau samtök hafa ekki einungis stutt það að þessi iðja verði afglæpavædd heldur beinlínis viðurkennd sem atvinnugrein.“ Tillaga Amnesty mætti harðri gagnrýni hér heima fyrir en auk gagnrýni Gunnars Braga hafa sjö kvenréttindasamtök gagnrýnt tillöguna harðlega auk þess sem þingflokkur VG skoraði á Íslandsdeildina að hafna tillögunni.
Tengdar fréttir Stígamót: „Amnesty International hefur sett ofan“ Kvennasamtök ósátt með mannréttindasamtökin Amnesty International 11. ágúst 2015 18:11 Friðargæsluliðar sakaðir um nauðgun og morð Amnesty International segir mennina hafa nauðgað 12 ára stúlku og skotið feðga til bana. 11. ágúst 2015 22:03 Boða fjöldaúrsagnir úr Amnesty International vegna samþykktar um vændi Kvennasamtök víða um heim loga vegna ályktunar mannréttindasamtakanna. 11. ágúst 2015 19:53 Amnesty International samþykkir ályktun um afglæpavæðingu vændis Með ályktuninni er mælt með því að þróuð verði ný stefna samtakanna sem kveði á um að allir einstaklingar í kynlífsiðnaði njóti fullrar og jafnrar verndar gegn ofbeldi, misnotkun og mansali. 11. ágúst 2015 16:47 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Kristrún hlaut 98 prósent atkvæða Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Sjá meira
Stígamót: „Amnesty International hefur sett ofan“ Kvennasamtök ósátt með mannréttindasamtökin Amnesty International 11. ágúst 2015 18:11
Friðargæsluliðar sakaðir um nauðgun og morð Amnesty International segir mennina hafa nauðgað 12 ára stúlku og skotið feðga til bana. 11. ágúst 2015 22:03
Boða fjöldaúrsagnir úr Amnesty International vegna samþykktar um vændi Kvennasamtök víða um heim loga vegna ályktunar mannréttindasamtakanna. 11. ágúst 2015 19:53
Amnesty International samþykkir ályktun um afglæpavæðingu vændis Með ályktuninni er mælt með því að þróuð verði ný stefna samtakanna sem kveði á um að allir einstaklingar í kynlífsiðnaði njóti fullrar og jafnrar verndar gegn ofbeldi, misnotkun og mansali. 11. ágúst 2015 16:47