Erlent

Stærsta ljósmynd heimsins

Samúel Karl Ólason skrifar
Andrómeda.
Andrómeda. Vísir/AFP
Vísindamenn við University of Washington hafa birt stærstu ljósmynd sem sést hefur í heiminum. Myndin sem var tekin úr Hubble sjónaukanum, er af Andrómedu, sem er sú stjörnuþoka sem er næst Vetrarbrautinni, e. Milky Way.

Á myndinni, sem er af einungis hluta stjörnuþokunnar sjást meira en hundrað milljón stjörnur. Í hinum þekkta alheimi eru fleiri en 100 milljarðar stjörnuþokur. Á Stjörnufræðivefnum segir að Andrómeda sé í 2,5 milljarða ljósára fjarlægð frá Vetrarbrautinni og að hún sé ríflega tvöfalt stærri.

Hér að neðan má sjá myndband af myndinni, sem er í raun samsett mynd úr 411 myndum sem Hubble tók. Í heildina er myndin um einn og hálfur milljarður pixla og mælt er með að horft sé á myndbandið með eins hárri upplausn og tæki ykkar ráða við. Þar að auki má beina því til fólks að horfa á myndbandið til enda.

Hér má svo sjá myndina í heild, þar sem hægt er að þysja inn og út að vild. Á Flickr síðu Hubble má svo sjá fjölmargar myndir sem teknar hafa verið úr sjónaukanum. Til fá myndina til að fylla upp í skjáinn má smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×