Kláraði stúdentinn á einu ári eftir 15 ára pásu: „Fjarlægur draumur að skella sér í háskóla“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. janúar 2015 10:21 Svanur ætlar sér í framhaldinu að sækja um í HR. vísir/stefán „Ég hafði í tvígang farið á Háskóladaginn en vandamálið var að ég var ekki með stúdentspróf,“ segir Svanur Þór Smárason, sem útskrifaðist úr Keili 16. janúar en hann er 36 ára gamall. Svanur hafði þá ekki verið í skóla í 15 ár. Hann kláraði stúdentsprófið á einu ári, gagngert til að komast sem fyrst í háskóla. „Ég var alltaf að skoða eitthvað nám sem ég komst ekki í og því var frábært fyrir mig að komast í skóla þar sem ég gat klárað stúdentinn á einu ári,“ segir Svanur sem vann fulla vinnu samhliða náminu. „Þetta var rosalega erfitt skref og ég man eftir fyrsta deginum eins og hann hefði gerst í gær. Þarna eru flest allir í eldri kantinum og allir með sama markmið, að ætla sér að klára þetta nám.“ Svanur hafði vissulega áhyggjur áður en hann byrjaði í skólanum. „Ég hafði ekkert lagt neitt sérstaklega mikið á mig í skóla áður og alltaf var markmiðið að rétt slefa í gegn. Þarna smitast áhugasemi kennara til manns og það hefur gríðarlega mikið að segja. Það er mikið aðhald og vel haldið utan um nemendur.“ Svanur segir að sjálfstraustið hafi aukist til muna þegar leið á skólaárið. „Ég kom sjálfum mér á óvart á þessum tíma og ég mæli hiklaust með þessu, ég mæli í raun með að allir fari í nám. Ég kunni ekkert að læra og ekkert að glósa en þarna er svo mikill samhugur og hópurinn vinnur saman.“ Næsta skref hjá Svani er að sækja um í háskóla. „Mig langar að fara í Háskólann í Reykjavík í tölvunarfræði og vonandi verður maður orðinn tölvunarfræðingur eftir þrjú ár. Fyrir nokkrum árum var það bara fjarlægur draumur að skella sér í háskóla.“ Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
„Ég hafði í tvígang farið á Háskóladaginn en vandamálið var að ég var ekki með stúdentspróf,“ segir Svanur Þór Smárason, sem útskrifaðist úr Keili 16. janúar en hann er 36 ára gamall. Svanur hafði þá ekki verið í skóla í 15 ár. Hann kláraði stúdentsprófið á einu ári, gagngert til að komast sem fyrst í háskóla. „Ég var alltaf að skoða eitthvað nám sem ég komst ekki í og því var frábært fyrir mig að komast í skóla þar sem ég gat klárað stúdentinn á einu ári,“ segir Svanur sem vann fulla vinnu samhliða náminu. „Þetta var rosalega erfitt skref og ég man eftir fyrsta deginum eins og hann hefði gerst í gær. Þarna eru flest allir í eldri kantinum og allir með sama markmið, að ætla sér að klára þetta nám.“ Svanur hafði vissulega áhyggjur áður en hann byrjaði í skólanum. „Ég hafði ekkert lagt neitt sérstaklega mikið á mig í skóla áður og alltaf var markmiðið að rétt slefa í gegn. Þarna smitast áhugasemi kennara til manns og það hefur gríðarlega mikið að segja. Það er mikið aðhald og vel haldið utan um nemendur.“ Svanur segir að sjálfstraustið hafi aukist til muna þegar leið á skólaárið. „Ég kom sjálfum mér á óvart á þessum tíma og ég mæli hiklaust með þessu, ég mæli í raun með að allir fari í nám. Ég kunni ekkert að læra og ekkert að glósa en þarna er svo mikill samhugur og hópurinn vinnur saman.“ Næsta skref hjá Svani er að sækja um í háskóla. „Mig langar að fara í Háskólann í Reykjavík í tölvunarfræði og vonandi verður maður orðinn tölvunarfræðingur eftir þrjú ár. Fyrir nokkrum árum var það bara fjarlægur draumur að skella sér í háskóla.“
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira