Erlent

Obama boðar aðgerðir í þágu almennings

Barack Obama flutti stefnuræðu sína í Washington í gær.
Barack Obama flutti stefnuræðu sína í Washington í gær.
Barack Obama Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í árlegri stefnuræðu sinni í nótt að fjármálakreppunni í landinu sé nú lokið. Hann lofaði nýjum efnahagsaðgerðum sem muni gagnast öllum landsmönnum, ekki síst miðstéttinni sem setið hafi á hakanum síðustu árin.

Á meðal þess sem forsetinn vill efla eru greiðslur sjúkrapeninga, aukið fæðingarorlof og ódýrari dagvistun.

Þegar hafði hafði verið greint frá áformum um að hækka skatta á hátekjufólk úr 23,8 prósentum í 28 prósent auk þess sem til stendur að setja sérstakan skatt á fyrirtæki með eignir umfram fimmtíu milljarða dollara.

Vandamál forsetans er þó það að andstæðingar hans í Repúblikanaflokknum ráða ríkjum í báðum deildum þingsins og því verður það þrautin þyngri fyrir forsetann að koma þessum áherslum í gegn og fá þær samþykktar.

Sjá má ræðu forsetans í heild sinni að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×