Foreldrar grættu dómara í úrslitaleik á Símamótinu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. júlí 2015 17:42 Frá símamótinu í fyrra. Foreldrarnir sem sjást á myndinni eru ekki þeir sem um er rætt í fréttinni. vísir/pjetur „Þetta var í einum úrslitaleiknum í sjöunda flokki og foreldrum varð heitt í hamsi,“ segir Borghildur Sigurðardóttir formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks. „Í kjölfarið létu þau orð falla í garð dómarans sem á endanum brotnaði niður.“ Atvikið átti sér stað á Símamótinu sem haldið er fyrir stelpur í fimmta, sjötta og sjöunda flokki. Landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir, sem jafnframt er markahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna, vakti athygli á því á Twitter. Þar segir hún að dómari leiksins hafi grátið eftir gagnrýni foreldranna og skammaði þá fyrir framgöngu sína.Foreldrar í 7.flokki kvk a símamótinu fengu dómarann til að fella tár, skammist ykkar ! — Fanndís Friðriks (@fanndis90) July 19, 2015 „Það gleymist oft að það eru ekki aðeins leikmennirnir sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni heldur líka dómararnir. Þegar þeir höfðu áttað sig á því hvað þau höfðu gert gengu þau inn á völlinn og hughreystu dómarann.“ Fyrir skemmstu fór Knattspyrnusamband Íslands af stað með átakið Ekki tapa þér! sem beint var til foreldra sem rífast og skammast á meðan leikjum þeirra liða stendur. Borghildur segir að sambærileg atvik hafi átt sér stað á öðrum mótum ungmenna í sumar en hún merki samt mun á hegðan foreldra. „Það er alltaf einn og einn svartur sauður en almennt séð hefur þetta gengið mjög vel. Það voru ekki jafnmörg atvik á þessu móti og hefur oft verið. Aðstandendur þeirra félaga sem tengdust þessu atviki hafa líka hringt og beðist afsökunar á framgöngu foreldranna,“ segir Borghildur. Íslenski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Sjá meira
„Þetta var í einum úrslitaleiknum í sjöunda flokki og foreldrum varð heitt í hamsi,“ segir Borghildur Sigurðardóttir formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks. „Í kjölfarið létu þau orð falla í garð dómarans sem á endanum brotnaði niður.“ Atvikið átti sér stað á Símamótinu sem haldið er fyrir stelpur í fimmta, sjötta og sjöunda flokki. Landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir, sem jafnframt er markahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna, vakti athygli á því á Twitter. Þar segir hún að dómari leiksins hafi grátið eftir gagnrýni foreldranna og skammaði þá fyrir framgöngu sína.Foreldrar í 7.flokki kvk a símamótinu fengu dómarann til að fella tár, skammist ykkar ! — Fanndís Friðriks (@fanndis90) July 19, 2015 „Það gleymist oft að það eru ekki aðeins leikmennirnir sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni heldur líka dómararnir. Þegar þeir höfðu áttað sig á því hvað þau höfðu gert gengu þau inn á völlinn og hughreystu dómarann.“ Fyrir skemmstu fór Knattspyrnusamband Íslands af stað með átakið Ekki tapa þér! sem beint var til foreldra sem rífast og skammast á meðan leikjum þeirra liða stendur. Borghildur segir að sambærileg atvik hafi átt sér stað á öðrum mótum ungmenna í sumar en hún merki samt mun á hegðan foreldra. „Það er alltaf einn og einn svartur sauður en almennt séð hefur þetta gengið mjög vel. Það voru ekki jafnmörg atvik á þessu móti og hefur oft verið. Aðstandendur þeirra félaga sem tengdust þessu atviki hafa líka hringt og beðist afsökunar á framgöngu foreldranna,“ segir Borghildur.
Íslenski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Sjá meira