Grunur um að eitrað hafi verið fyrir dýrum í Hveragerði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. ágúst 2015 14:30 Kötturinn Pútín. mynd/aðalsteinn Um helgina hafa minnst fjórir kettir í Hveragerði drepist og leikur grunur á því að eitrað hafi verið fyrir þeim. Hundur í bænum sýnir sömu einkenni og óvenju margir fuglar hafa fundist dauðir. „Ég fór í vinnuna á föstudegi og sé að kötturinn minn er eitthvað skrítinn. Er ég kom heim í lok dags sá ég að hann var í raun fárveikur,“ segir Aðalsteinn Magnússon en annar katta hans var aflífaður í nótt. „Ég fór með hann til dýralæknis og hann var greindur með lungnabólgu. Svo frétti ég það í gær að það hefði fundist blátt fiskflak hjá húsi beint á móti mér og að fleiri kettir væru lasnir.“ Útlit er fyrir að íbúi í bænum hafi dreift fiskflökum sem höfðu legið í frostlegi um bæinn. Líkt og áður segir hafa fjórir kettir drepist sökum þessa, annar liggur veikur og sömu sögu er að segja af hundi þar í bæ. Að sögn Aðalsteins er einnig óvenju mikið magn dauðra fugla í görðum og á götum Hveragerðis í dag. „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég svo reiður og sár á sama tíma,“ segir Aðalsteinn. „Það er ekkert vitað hver var að verki eða hvað honum gekk til. Annað hvort er hér í bænum einhver virkilega veikur einstaklingur sem er að leika sér að því að drepa dýr eða hann hefur dreift þessu á þök til að drepa máva og þaðan hefur þetta dottið á jörðina. Hvort sem það er þá er þetta ekki gáfulegt,“ segir Aðalsteinn. Lögreglunni hefur verið gert viðvart og er hún nú stödd fyrir utan heimili Aðalsteins að rannsaka málið. Ekki náðist í lögregluna við vinnslu fréttarinnar. Köttur Aðalsteins, Pútín, var ársgamall en bróðir hans, Pétur, lifir enn. „Hann er í algeru stofufangelsi og fær ekki að fara út fyrir hússins dyr meðan ástandið er svona,“ segir Aðalsteinn að lokum. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Um helgina hafa minnst fjórir kettir í Hveragerði drepist og leikur grunur á því að eitrað hafi verið fyrir þeim. Hundur í bænum sýnir sömu einkenni og óvenju margir fuglar hafa fundist dauðir. „Ég fór í vinnuna á föstudegi og sé að kötturinn minn er eitthvað skrítinn. Er ég kom heim í lok dags sá ég að hann var í raun fárveikur,“ segir Aðalsteinn Magnússon en annar katta hans var aflífaður í nótt. „Ég fór með hann til dýralæknis og hann var greindur með lungnabólgu. Svo frétti ég það í gær að það hefði fundist blátt fiskflak hjá húsi beint á móti mér og að fleiri kettir væru lasnir.“ Útlit er fyrir að íbúi í bænum hafi dreift fiskflökum sem höfðu legið í frostlegi um bæinn. Líkt og áður segir hafa fjórir kettir drepist sökum þessa, annar liggur veikur og sömu sögu er að segja af hundi þar í bæ. Að sögn Aðalsteins er einnig óvenju mikið magn dauðra fugla í görðum og á götum Hveragerðis í dag. „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég svo reiður og sár á sama tíma,“ segir Aðalsteinn. „Það er ekkert vitað hver var að verki eða hvað honum gekk til. Annað hvort er hér í bænum einhver virkilega veikur einstaklingur sem er að leika sér að því að drepa dýr eða hann hefur dreift þessu á þök til að drepa máva og þaðan hefur þetta dottið á jörðina. Hvort sem það er þá er þetta ekki gáfulegt,“ segir Aðalsteinn. Lögreglunni hefur verið gert viðvart og er hún nú stödd fyrir utan heimili Aðalsteins að rannsaka málið. Ekki náðist í lögregluna við vinnslu fréttarinnar. Köttur Aðalsteins, Pútín, var ársgamall en bróðir hans, Pétur, lifir enn. „Hann er í algeru stofufangelsi og fær ekki að fara út fyrir hússins dyr meðan ástandið er svona,“ segir Aðalsteinn að lokum.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira