Eygló Ósk Gústafsdóttir ákvað að sleppa því að taka þátt í undanrásum í 100 metra fjórsundi á öðrum keppnisdegi Evrópumeistaramótsins í 25 metra laug í Netanya í Ísrael í morgun.
Eygló Ósk varð skráð til leiks í fimmta og síðasta riðilinn en var ein af þremur sundkonum sem létu ekki sjá sig í undanrásunum.
Alls syntu sjö sundkonur undir eina mínútu og Ungverjinn Katinka Hosszu kom í mark á nýju Evrópumeistaramótsmeti. Hosszu synti á 57,52 sekúndum en gamla Evrópumeistaramótsmetið var 57,68 sekúndur. Íslandsmetið á Hrafnhildur Lúthersdóttir sem 1.00.63 mínútur og var það sett 14. nóvember síðastliðinn.
Það var ástæða fyrir því að Eygló Ósk mætti til sundsins í morgun en hún var að spara sig fyrir úrslitasund í kvöld. Eygló synti tvisvar sinnum í gær og tryggði sér úrslitasund.
Eygló Ósk syndir til úrslita í 100 metra baksundi seinna í dag en úrslitasundið hefst klukkan 16.20 að íslenskum tíma.
Eygló Ósk setti Íslandsmet í undanúrslitunum og var með sjöunda besta tímann inn í úrslitin.
Eygló Ósk sparaði sig fyrir úrslitasundið í kvöld

Tengdar fréttir

Eygló í úrslit á nýju Íslandsmeti
Eygló Ósk Gústafsdóttir var á sjöunda besta tíma undanúrslitanna í dag.

Eygló áttunda inn í undanúrslit
Eygló Ósk Gústafsdóttir náði áttunda besta tímanum í undanrásum í 100 metra baksundi á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug í Netanya í Ísrael en þetta er fyrsti keppnisdagurinn á mótinu.