Þjóðkirkjan verður af ellefu milljónum vegna zúista Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 3. desember 2015 07:00 Hvaðan koma félagsmenn zúista? grafík/fréttablaðið Trúfélagið Zuism hefur verið í umræðunni undanfarið og þarf að leita langt til að finna viðlíka fjölgun á félagaskrá trúfélags á svo skömmum tíma en zúistum fjölgaði um 6.620 prósent frá því í októberbyrjun. Breytingar á trúfélagaskráningu landsmanna eru töluverðar ef marka má gögn sem Fréttablaðið fékk frá Þjóðskrá. Um bráðabirgðatölur er að ræða. Líklega má rekja miklar hreyfingar til uppgangs zúisma en samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru um þriðjungur zúista fyrrverandi sóknarbörn þjóðkirkjunnar eða 1.025 einstaklingar. Þetta þýðir að ef sóknargjöld eru 10.800 krónur á sál hafa zúistar haft um 11 milljónir króna af sóknargjöldum þjóðkirkjunnar. Eitt af markmiðum zúista er að endurgreiða meðlimum sínum sóknargjöldin. Þá eru 1.638 einstaklingar sem áður voru skráðir utan trúfélaga nú skráðir í Zuism, 105 sem áður voru í Siðmennt og 95 sem áður voru í Ásatrúarfélaginu. Þeir sem eru skráðir utan trúfélaga greiða engu að síður sóknargjöld en þau renna í ríkissjóð. Því verður ríkissjóður af um sautján og hálfri milljón sem eiga að renna í vasa zúista.Alls sagði 2.241 einstaklingur sig úr þjóðkirkjunni á tímabilinu. Þjóðkirkjan er þó sem fyrr langstærsta trúfélag landsins með um 240 þúsund sóknarbörn. Þá fækkar í öllum kristnum söfnuðum að kaþólsku kirkjunni undanskilinni en í hana skráðu sig 105 einstaklingar. Á eftir zúistum fjölgar mest í Siðmennt eða um 210 manns og ásatrúarmenn eru 65 fleiri en í október. Þá hefur múslimum á Íslandi einnig fjölgað lítillega. Þá virðast einstaklingar utan trúfélaga hafa snúið við blaðinu en í þeirra hópi fækkar um 876 á tímabilinu. Trúmál Zuism Tengdar fréttir Framsóknarmaður fyrir austan telur fólk skrá sig í félag zúista til að fá pening í vasann Stefán Bogi Sveinsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í bæjarstjórn og bæjarráði Fljótsdalshéraðs, segir félag zúista ekki trúfélag heldur í besta falli áhugafélag um breytta löggjöf. 1. desember 2015 11:12 Fjöldi zúista hefur þrefaldast síðasta sólarhring Voru 1124 síðdegis í gær en eru nú 2955. Hægt er breyta skráningu sinni í trú-og lífsskoðunarfélög til miðnættis í kvöld. 1. desember 2015 13:28 Zúistar orðnir fleiri en múslimar á Íslandi Zúistar eru nú orðnir eitt af stærstu trúfélögum landsins og hefur þeim fjölgað um ríflega þúsund á tveimur vikum. Yfirlýst markmið zúista er að koma sóknargjaldakerfinu af og leggja félagið síðan niður 30. nóvember 2015 18:30 Zúistar orðnir álíka margir og ásatrúarmenn Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru meðlimir Trúfélags zúista orðnir fleiri en þrjú þúsund. Þeim fjölgaði í gær þrátt fyrir fréttaflutning RÚV um að meintir fjárglæframenn hafi komið að rekstrarfélagi zúista. 2. desember 2015 07:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sjá meira
Trúfélagið Zuism hefur verið í umræðunni undanfarið og þarf að leita langt til að finna viðlíka fjölgun á félagaskrá trúfélags á svo skömmum tíma en zúistum fjölgaði um 6.620 prósent frá því í októberbyrjun. Breytingar á trúfélagaskráningu landsmanna eru töluverðar ef marka má gögn sem Fréttablaðið fékk frá Þjóðskrá. Um bráðabirgðatölur er að ræða. Líklega má rekja miklar hreyfingar til uppgangs zúisma en samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru um þriðjungur zúista fyrrverandi sóknarbörn þjóðkirkjunnar eða 1.025 einstaklingar. Þetta þýðir að ef sóknargjöld eru 10.800 krónur á sál hafa zúistar haft um 11 milljónir króna af sóknargjöldum þjóðkirkjunnar. Eitt af markmiðum zúista er að endurgreiða meðlimum sínum sóknargjöldin. Þá eru 1.638 einstaklingar sem áður voru skráðir utan trúfélaga nú skráðir í Zuism, 105 sem áður voru í Siðmennt og 95 sem áður voru í Ásatrúarfélaginu. Þeir sem eru skráðir utan trúfélaga greiða engu að síður sóknargjöld en þau renna í ríkissjóð. Því verður ríkissjóður af um sautján og hálfri milljón sem eiga að renna í vasa zúista.Alls sagði 2.241 einstaklingur sig úr þjóðkirkjunni á tímabilinu. Þjóðkirkjan er þó sem fyrr langstærsta trúfélag landsins með um 240 þúsund sóknarbörn. Þá fækkar í öllum kristnum söfnuðum að kaþólsku kirkjunni undanskilinni en í hana skráðu sig 105 einstaklingar. Á eftir zúistum fjölgar mest í Siðmennt eða um 210 manns og ásatrúarmenn eru 65 fleiri en í október. Þá hefur múslimum á Íslandi einnig fjölgað lítillega. Þá virðast einstaklingar utan trúfélaga hafa snúið við blaðinu en í þeirra hópi fækkar um 876 á tímabilinu.
Trúmál Zuism Tengdar fréttir Framsóknarmaður fyrir austan telur fólk skrá sig í félag zúista til að fá pening í vasann Stefán Bogi Sveinsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í bæjarstjórn og bæjarráði Fljótsdalshéraðs, segir félag zúista ekki trúfélag heldur í besta falli áhugafélag um breytta löggjöf. 1. desember 2015 11:12 Fjöldi zúista hefur þrefaldast síðasta sólarhring Voru 1124 síðdegis í gær en eru nú 2955. Hægt er breyta skráningu sinni í trú-og lífsskoðunarfélög til miðnættis í kvöld. 1. desember 2015 13:28 Zúistar orðnir fleiri en múslimar á Íslandi Zúistar eru nú orðnir eitt af stærstu trúfélögum landsins og hefur þeim fjölgað um ríflega þúsund á tveimur vikum. Yfirlýst markmið zúista er að koma sóknargjaldakerfinu af og leggja félagið síðan niður 30. nóvember 2015 18:30 Zúistar orðnir álíka margir og ásatrúarmenn Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru meðlimir Trúfélags zúista orðnir fleiri en þrjú þúsund. Þeim fjölgaði í gær þrátt fyrir fréttaflutning RÚV um að meintir fjárglæframenn hafi komið að rekstrarfélagi zúista. 2. desember 2015 07:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sjá meira
Framsóknarmaður fyrir austan telur fólk skrá sig í félag zúista til að fá pening í vasann Stefán Bogi Sveinsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í bæjarstjórn og bæjarráði Fljótsdalshéraðs, segir félag zúista ekki trúfélag heldur í besta falli áhugafélag um breytta löggjöf. 1. desember 2015 11:12
Fjöldi zúista hefur þrefaldast síðasta sólarhring Voru 1124 síðdegis í gær en eru nú 2955. Hægt er breyta skráningu sinni í trú-og lífsskoðunarfélög til miðnættis í kvöld. 1. desember 2015 13:28
Zúistar orðnir fleiri en múslimar á Íslandi Zúistar eru nú orðnir eitt af stærstu trúfélögum landsins og hefur þeim fjölgað um ríflega þúsund á tveimur vikum. Yfirlýst markmið zúista er að koma sóknargjaldakerfinu af og leggja félagið síðan niður 30. nóvember 2015 18:30
Zúistar orðnir álíka margir og ásatrúarmenn Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru meðlimir Trúfélags zúista orðnir fleiri en þrjú þúsund. Þeim fjölgaði í gær þrátt fyrir fréttaflutning RÚV um að meintir fjárglæframenn hafi komið að rekstrarfélagi zúista. 2. desember 2015 07:00