Bjartsýnn á að öll börn fái sólmyrkvagleraugu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. febrúar 2015 18:18 "Ég ætla að leita allra leiða til að koma gleraugunum til allra. Það er engin spurning,“ segir Sævar Helgi Bragason. vísir/anton Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, er bjartsýnn á að öll grunnskólabörn landsins fái tækifæri til að berja sólmyrkvann augum hinn 20. mars næstkomandi. Hann fundaði með fulltrúum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar á fimmtudag og segir þá hafa tekið vel í verkefnið. Ákvörðunin verði líklega sett í hendur skólastjórnenda. „Ég ætla sjálfur persónulega að hringja í alla skólastjórnendur á Íslandi til þess að segja þeim frá verkefninu, kynna það fyrir þeim og kynna hversu einstakt þetta er á heimsvísu. Það hefur aldrei neitt svona verið gert í neinu landi, að hver einasti grunnskólanemi fái tækifæri til að berja sólmyrkva augum, á öruggan hátt,“ segir Sævar.Sjá einnig: Vill að reykvísk börn fái líka að njóta sólmyrkvans Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness í samvinnu við Hótel Rangá hyggst gefa öllum grunnskólabörnum landsins, sem eru um 45 þúsund talsins, sérstök hlífðargleraugu í tilefni almykvans. Sólmyrkvar af þessu tagi eru afar sjaldgæfir og verður þessi sá dimmasti á Íslandi í sextíu ár. Sólmyrkvagleraugu eru þó nauðsynleg þeim sem vilja upplifa þennan stórmerka atburð því augun eru afar viðkvæm fyrir geislum sólarinnar. Þeir sem af sólmyrkvanum missa þurfa að bíða í ellefu ár eftir næsta tækifæri.Svona mun sólmyrkvinn líta út, séður úr Reykjavík, þegar hann nær hámarki klukkan 9.37, föstudaginn 20. mars. Örþunn rönd mun þá sjást af sólinni.Einstakt á heimsvísu „Þetta er einstakt á heimsvísu. Þetta hefur hvergi verið gert – að allir nemendur í einu landi fái tækifæri til að berja sólmyrkva augum, á öruggan hátt að sjálfsögðu. Þannig að ég ætla að hringja í alla skólastjóra og spyrja þá hvernig þeir geta virkjað náttúrufræðikennara hjá sér til þess að til dæmis taka vikuna fyrir myrkvann að læra um sólina, tungið og jörðina og gera þá tilraunir á hlutum sem tengjast þessu öllu,“ segir Sævar. „Þetta auðvitað tengist menningu okkar á svo rosalega djúpan og stóran hátt í sjálfu sér. Þannig að ég ætla að leita allra leiða til að koma gleraugunum til allra. Það er engin spurning,“ segir hann að lokum og bætir við að fulltrúar frístundasviðs muni funda um málið, öðru sinni, á morgun. Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn vilja að reglurnar verði endurskoðaðar Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að endurskoða þurfi reglur um kynningar í skólum og lögðu fram tillögu þess efnis í borgarráði í síðustu viku. 30. janúar 2015 13:27 Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu Kiwanishreyfingin hefur gefið grunnskólabörnum hjálma sem Eimskipafélagið hefur lagt til. Það má hreyfingin ekki gera lengur í Reykjavík. 19. janúar 2015 18:38 Borgarfulltrúi spyr hvort aðrar reglur gildi um iPad og smokka Fulltrúar í borgarstjórn eru sammála því að endurskoða þurfi reglur er kveða á um gjafir á skólatíma. 20. janúar 2015 11:47 Vill að reykvísk börn fái líka að njóta sólmyrkvans Sævar Helgi Bragason ætlar að gefa 45 þúsund börnum sólmyrkvagleraugu í tilefni af mesta sólmyrkva hérlendis í sextíu ár. Fundar með borginni á næstu dögum. 27. janúar 2015 14:00 Börn í Reykjavík mega ekki fá tannbursta Tannverndarvika hefst í febrúar og fá öll börn, utan höfuðborgarsvæðisins, tannbursta, tannkrem og tannþráð að gjöf. 19. janúar 2015 15:15 Dimmasti sólmyrkvi á Íslandi frá árinu 1954 Sólmyrkvi, sá mesti hérlendis í sextíu ár, verður þann 20. mars næstkomandi, eftir tæpa þrjá mánuði, - þá rökkvast himinn í nokkrar mínútur þegar venjulega er hábjartur dagur. 30. desember 2014 20:15 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, er bjartsýnn á að öll grunnskólabörn landsins fái tækifæri til að berja sólmyrkvann augum hinn 20. mars næstkomandi. Hann fundaði með fulltrúum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar á fimmtudag og segir þá hafa tekið vel í verkefnið. Ákvörðunin verði líklega sett í hendur skólastjórnenda. „Ég ætla sjálfur persónulega að hringja í alla skólastjórnendur á Íslandi til þess að segja þeim frá verkefninu, kynna það fyrir þeim og kynna hversu einstakt þetta er á heimsvísu. Það hefur aldrei neitt svona verið gert í neinu landi, að hver einasti grunnskólanemi fái tækifæri til að berja sólmyrkva augum, á öruggan hátt,“ segir Sævar.Sjá einnig: Vill að reykvísk börn fái líka að njóta sólmyrkvans Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness í samvinnu við Hótel Rangá hyggst gefa öllum grunnskólabörnum landsins, sem eru um 45 þúsund talsins, sérstök hlífðargleraugu í tilefni almykvans. Sólmyrkvar af þessu tagi eru afar sjaldgæfir og verður þessi sá dimmasti á Íslandi í sextíu ár. Sólmyrkvagleraugu eru þó nauðsynleg þeim sem vilja upplifa þennan stórmerka atburð því augun eru afar viðkvæm fyrir geislum sólarinnar. Þeir sem af sólmyrkvanum missa þurfa að bíða í ellefu ár eftir næsta tækifæri.Svona mun sólmyrkvinn líta út, séður úr Reykjavík, þegar hann nær hámarki klukkan 9.37, föstudaginn 20. mars. Örþunn rönd mun þá sjást af sólinni.Einstakt á heimsvísu „Þetta er einstakt á heimsvísu. Þetta hefur hvergi verið gert – að allir nemendur í einu landi fái tækifæri til að berja sólmyrkva augum, á öruggan hátt að sjálfsögðu. Þannig að ég ætla að hringja í alla skólastjóra og spyrja þá hvernig þeir geta virkjað náttúrufræðikennara hjá sér til þess að til dæmis taka vikuna fyrir myrkvann að læra um sólina, tungið og jörðina og gera þá tilraunir á hlutum sem tengjast þessu öllu,“ segir Sævar. „Þetta auðvitað tengist menningu okkar á svo rosalega djúpan og stóran hátt í sjálfu sér. Þannig að ég ætla að leita allra leiða til að koma gleraugunum til allra. Það er engin spurning,“ segir hann að lokum og bætir við að fulltrúar frístundasviðs muni funda um málið, öðru sinni, á morgun.
Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn vilja að reglurnar verði endurskoðaðar Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að endurskoða þurfi reglur um kynningar í skólum og lögðu fram tillögu þess efnis í borgarráði í síðustu viku. 30. janúar 2015 13:27 Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu Kiwanishreyfingin hefur gefið grunnskólabörnum hjálma sem Eimskipafélagið hefur lagt til. Það má hreyfingin ekki gera lengur í Reykjavík. 19. janúar 2015 18:38 Borgarfulltrúi spyr hvort aðrar reglur gildi um iPad og smokka Fulltrúar í borgarstjórn eru sammála því að endurskoða þurfi reglur er kveða á um gjafir á skólatíma. 20. janúar 2015 11:47 Vill að reykvísk börn fái líka að njóta sólmyrkvans Sævar Helgi Bragason ætlar að gefa 45 þúsund börnum sólmyrkvagleraugu í tilefni af mesta sólmyrkva hérlendis í sextíu ár. Fundar með borginni á næstu dögum. 27. janúar 2015 14:00 Börn í Reykjavík mega ekki fá tannbursta Tannverndarvika hefst í febrúar og fá öll börn, utan höfuðborgarsvæðisins, tannbursta, tannkrem og tannþráð að gjöf. 19. janúar 2015 15:15 Dimmasti sólmyrkvi á Íslandi frá árinu 1954 Sólmyrkvi, sá mesti hérlendis í sextíu ár, verður þann 20. mars næstkomandi, eftir tæpa þrjá mánuði, - þá rökkvast himinn í nokkrar mínútur þegar venjulega er hábjartur dagur. 30. desember 2014 20:15 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Sjálfstæðismenn vilja að reglurnar verði endurskoðaðar Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að endurskoða þurfi reglur um kynningar í skólum og lögðu fram tillögu þess efnis í borgarráði í síðustu viku. 30. janúar 2015 13:27
Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu Kiwanishreyfingin hefur gefið grunnskólabörnum hjálma sem Eimskipafélagið hefur lagt til. Það má hreyfingin ekki gera lengur í Reykjavík. 19. janúar 2015 18:38
Borgarfulltrúi spyr hvort aðrar reglur gildi um iPad og smokka Fulltrúar í borgarstjórn eru sammála því að endurskoða þurfi reglur er kveða á um gjafir á skólatíma. 20. janúar 2015 11:47
Vill að reykvísk börn fái líka að njóta sólmyrkvans Sævar Helgi Bragason ætlar að gefa 45 þúsund börnum sólmyrkvagleraugu í tilefni af mesta sólmyrkva hérlendis í sextíu ár. Fundar með borginni á næstu dögum. 27. janúar 2015 14:00
Börn í Reykjavík mega ekki fá tannbursta Tannverndarvika hefst í febrúar og fá öll börn, utan höfuðborgarsvæðisins, tannbursta, tannkrem og tannþráð að gjöf. 19. janúar 2015 15:15
Dimmasti sólmyrkvi á Íslandi frá árinu 1954 Sólmyrkvi, sá mesti hérlendis í sextíu ár, verður þann 20. mars næstkomandi, eftir tæpa þrjá mánuði, - þá rökkvast himinn í nokkrar mínútur þegar venjulega er hábjartur dagur. 30. desember 2014 20:15