Erlent

Strauss-Kahn fyrir rétti: Sakaður um að stunda hórmang

Atli Ísleifsson skrifar
Hinn 65 ára Strauss-Kahn er sakaður um að hafa útvegað vændiskonur fyrir meintan vændishring sem starfræktur var á hóteli í borginni Lille.
Hinn 65 ára Strauss-Kahn er sakaður um að hafa útvegað vændiskonur fyrir meintan vændishring sem starfræktur var á hóteli í borginni Lille. Vísir/AFP
Réttarhöld yfir Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hefjast í dag.

Hinn 65 ára Strauss-Kahn er sakaður um að hafa útvegað vændiskonur fyrir meintan vændishring sem starfræktur var á hóteli í borginni Lille.

Í frétt BBC segir að Strauss-Kahn muni mæta fyrir dóm ásamt þrettán öðrum, þeirra á meðal stjórnanda vændishúss sem gengur undir nafninu „Hórmangarinn Dodo“.

Strauss-Kahn hefur viðurkennt að hafa sótt svallveislur á staðnum, en segist ekki hafa vitað að sumar kvennanna væru vændiskonur.

Strauss-Kahn hætti í starfi forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eftir ásakanir um að hafa gert tilraun til að nauðga hótelstarfsmanni í New York árið 2011. Málið var að lokum látið niður falla.

Tvö kynferðismál til viðbótar gegn Strauss-Kahn höfðu áður verið látin niður falla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×